Undanfarna mánuði hefur Borgarbyggð verið meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa verið til sérstakrar skoðunar hjá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna rekstrarniðurstöðu ársins 2008 og skuldsetningar.
Frá árslokum 2008 hefur verið unnið markvisst að því að draga úr rekstarkostnaði sveitarfélagsins og lækka skuldir. Þessar aðgerðir hafa skilað árangri og áfram er unnið að endurfjármögnun mennta- og menningarhússins í Borgarnesi.
Nýverið skilað Borgarbyggð áætlunum um rekstur sveitarfélagsins til eftirlitsnefndar, en í þeim er gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu á rekstri sveitarfélagsins á næstu árum. Þá var lögð fyrir nefndina greinargerð um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins.
Í kjölfar þessa ákvað Eftirlitsnefnd sveitarfélaga að aðhafast ekki frekar í málefnum Borgarbyggðar að svo stöddu.
Þrátt fyrir fækkun íbúa, tekjufall og aukna greiðslubyrgði lána eru góð batamerki í rekstri Borgarbyggðar sé litið til næstu ára. Miðað við 3 ára áætlun sveitarfélagsins eru horfur þokkalegar með rekstur sveitarfélagsins, en þó má vissulega lítið út af bregða og eru sveitarstjórn og stjórnendur meðvitaðir um mikilvægi þess að eftirlit sé stöðugt þannig að hægt sé að grípa til aðgerða ef þurfa þykir.
Smellið hér til að sjá greinargerðina.