Skrifstofa Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) verður nú opin alla virka daga frá kl.09:00 – 16:00. Á skrifstofunni er alltaf heitt kaffi á könnunni og hlýtt viðmót.
Framkvæmdarstjóri sambandsins Ingi Þór Ágústsson mun verða til viðtals á skrifstofunni á umræddum tíma. UMSB hvetur sambandsaðila til að nýta sér þjónustu skrifstofunnar og framkvæmdarstjórinn er reiðubúin til að aðstoða eins og hann mögulega getur.
Framundan er sambandsþing UMSB en það verður haldið þriðjudaginn 24. mars í Borgarnesi. Aðildarfélög eiga að vera búin að skila inn ársskýrslum sínum til UMSB og hvetur framkvæmdarstjóri formenn aðildarfélaga til þess að ganga rösklega í það að skila inn skýrslum.(fréttatilkynning)