Söngkeppni MB og Mímis

mars 2, 2010
Söngkeppni MB og Mímis sem vera átti síðastliðinn fimmtudag verður haldin í Menntaskóla Borgarfjarðar í kvöld, þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Þar verður meðal annars keppt um hver verður fulltrúi í Söngkeppni framhaldsskólanna. Fleiri skemmtiatriði verða einnig í boði því unglingar úr félagsmiðstöðvum stíga á svið með söngatriði. Bein útsending verður frá söngkeppni MB og Mímis á vef Menntaskóla Borgarfjarðar www.menntaborg.is
 

Share: