Sígaunabaróninn gengur enn fyrir fullu húsi

febrúar 29, 2008
Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur staðið fyrir óperusýningunni Sígaunabaróninum í gamla mjólkursamlagshúsinu í Borgarnesi nú í febrúar. Uppselt hefur verið á allar sýningar í febrúar og nú er búið að bæta við fimm sýningum í mars. Um 35 manns taka þátt í sýningunni, þar af níu börn. Það eru átta nokkuð stór einsöngshlutverk og einnig eru nokkur minni hlutverk sem félagar í kórnum fara með. Zsuzsanna Budai leikur með á píanó í sýningunni. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir og Garðar Cortes stjórnar tónlistinni. Sjá hér frekari umfjöllun um óperuverkið ofl.
 

Share: