
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur skal ávallt fara í bréfpoka. Bréfpokar henta best til moltugerðar og tryggja að úrgangurinn sé meðhöndlaður á réttan hátt.
Athugið:
- Ekki er tekið við lífrænum úrgangi í maíspokum
- Ekki er tekið við lífrænum úrgangi í plastpokum eða öðrum pokum en bréfpokum
Bréfpoka má nálgast í flestum matvöruverslunum.
Við þökkum íbúum fyrir að fylgja leiðbeiningum og stuðla að umhverfisvænni úrgangsmeðhöndlun í Borgarbyggð.