
Framkvæmdir við Einkunnir halda áfram, 27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura.
Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram.
Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.