Störf laus til umsóknar í Borgarbyggð

nóvember 10, 2025
Featured image for “Störf laus til umsóknar í Borgarbyggð”

Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026.
Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2025.

 

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í starf aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Óðal. Um er að ræða 80% starf.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2025.

 

Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkstjóra í áhaldahúsi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 2. desember 2025.

Nánari upplýsingar má finna hér á starfasíðu Borgarbyggðar.

 

 


Share: