Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi  sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við starfsmenn. 
Grunnskólinn í Borgarnesi er skóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. 
Starfsemi skólans skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. 
Gildi skólans eru sjálfstæði – ábyrgð – virðing  og samhugur. 
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.grunnborg.is
Starfssvið:
Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun og framgang faglegrar stefnu.
Menntunarkröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 - Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla af kennslu og stjórnun á grunnskólastigi
 - Menntun á sviði reksturs er æskileg.
 
Hæfniskröfur:
- Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
 - Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og rekstrar er æskileg.
 - Vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
 - Frumkvæði og samstarfsvilji.
 - Góðir skipulagshæfileikar.
 - Færni í starfsmannastjórnun.
 - Lipurð og færni í samskiptum.
 - Sveigjanleiki og víðsýni.
 - Vammleysi.
 
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra..
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar veita  Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is og Sigurjón Þórðarson sigurjon@hagvangur.is ráðgjafar Hagvangs.