
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar.
Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri reikningshalds og uppgjörs hjá Festi.
Eiríkur Ólafsson hefur gegn starfi fjármálastjóra hjá Borgarbyggð um árabil og mun hann sjá um að koma eftirmanni sínum inn í starfið. Eiríkur mun í framhaldinu starfa áfram hjá sveitarfélaginu í öðrum verkefnum og breyttu starfshlutfalli.
Borgarbyggð býður Sigurð velkominn til starfa og óskum við honum velfarnaðar í nýju hlutverki.