Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar auðkennt sauðfé sitt með eyrnamörkum en þá venju munu þeir hafa tekið með sér frá fyrri heimkynnum. Í Færeyjum, Noregi og á Bretlandseyjum eru eyrnamörk enn til og eru heiti sumra þeirra mjög áþekk íslenskum heitum. Markið löghelgar markeigandanum eignarréttinn á kindinni. Eyrnamörk eru nú víða aflögð eða lítt notuð í nágrannalöndum okkar og auðkenning með merkjum í eyrum látin duga til að sanna eignarréttinn. Helst eru eyrnamörk notuð þar sem fé margra eigenda gengur saman í högum, líkt og almennt gerist hér á landi. Árni Bragason kennari við Landbúnaðarháskólann hefur nú bætt enn einum kaflanum við rafræna bók um sauðfjárrækt. Smellið hér til að sjá allan kaflann.
Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar auðkennt sauðfé sitt með eyrnamörkum en þá venju munu þeir hafa tekið með sér frá fyrri heimkynnum. Í Færeyjum, Noregi og á Bretlandseyjum eru eyrnamörk enn til og eru heiti sumra þeirra mjög áþekk íslenskum heitum. Markið löghelgar markeigandanum eignarréttinn á kindinni. Eyrnamörk eru nú víða aflögð eða lítt notuð í nágrannalöndum okkar og auðkenning með merkjum í eyrum látin duga til að sanna eignarréttinn. Helst eru eyrnamörk notuð þar sem fé margra eigenda gengur saman í högum, líkt og almennt gerist hér á landi. Árni Bragason kennari við Landbúnaðarháskólann hefur nú bætt enn einum kaflanum við rafræna bók um sauðfjárrækt. Smellið hér til að sjá allan kaflann.