Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

nóvember 20, 2025
Featured image for “Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar”

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk.

Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun jafnframt gera grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og þeim breytingum sem fram undan eru á tímabilinu.

Borgarbyggð hvetur íbúa til að mæta, kynna sér áætlunina og eiga gott samtal.

Fundurinn fer fram í Hjálmakletti, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20:00.


Share: