Í skóginum búa litlar verur

nóvember 18, 2025
Featured image for “Í skóginum búa litlar verur”

Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi.

Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt.

Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning eftir nemendur í 10. bekk í myndmennt í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Sýningin prýddi garðinn og vakti mikla lukku – ekki síst meðal yngstu gesta.

Barnó! er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands og hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands.


Share: