Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025

nóvember 24, 2025
Featured image for “Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025”

Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta  í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00.
Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar.
Kynnir verður Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.

Dagskrá í Safnahúsi: 
Jólaföndur fyrir fjölskylduna frá kl. 13:00 – 15:00 og þá ætlar Æskukórinn að koma í heimsókn undir stjórn Theódóru Þorsteinsdóttur og syngja nokkur jólalög um klukkan. 15:00-15:30.

Njótum fyrstu í aðventu saman og eigum góða stund.


Share: