
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna.
Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum.
Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku var ekki hægt að losa lífrænar tunnur í Borgarnesi fyrr en síðdegis á föstudag sl. Í kjölfarið bárust kvartanir frá Sorpu um að rangir pokar hefðu verið í nokkrum tunnunum.
Við biðjum íbúa um að fylgja settum reglum og tryggja að eingöngu bréfpokarnir verði notaðir fyrir lífrænan úrgang.