Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við Fjóluklett í Borgarnesi
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við íbúðahverfið við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið felur í sér: Gerð á nýrri götu við Fjóluklett Gerð á nýjum botnlögnum við götuna Útboðsgögn verða afhent í gegnum Ajour útboðsvef Eflu frá og með 21. ágúst 2025. Skilafrestur tilboða er til kl. 11:00 þann 11. september 2025. Nánari upplýsingar um útboðið og afhending gagna …
Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september
Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir íbúðarhúsnæðum og sumarhúsum. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður. Tilgangur breytinga er að tryggja …
Vinna við kantstein á Sæunnargötu 18.–21. ágúst
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kantsteinum við Sæunnargötu verður unnið við götuna dagana mánudag 18. ágúst til fimmtudags 21. ágúst. Búast má við tímabundnum umferðartöfum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan á framkvæmdum stendur. Við þökkum íbúum og vegfarendum fyrir skilning og samvinnu.
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu. Um er að ræða snjómokstur í dreifbýli og á heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins, ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og geta bjóðendur lagt fram tilboð í einn eða fleiri samningshluta útboðsins. Hægt er að sækja öll útboðsgögn hér …
Sumaropnun lýkur á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi
Síðasti dagur opnunar sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er í dag fimmtudag 14. ágúst. Því miður þarf að loka fyrr en áætlað var vegna viðgerða. Sumaropnun í sundlauginni á Varmalandi lýkur svo sunnudaginn 17. ágúst. Við þökkum sundgestum kærlega fyrir sumarið.
Raskanir á umferð við gatnamót Bjarnarbrautar og Berugötu 18. ágúst
Vegna vinnu við vatnsveitu í Berugötu verða raskanir og þrengingar á akstursleið við gatnamót Bjarnarbrautar og Berugötu, mánudaginn 18. ágúst.Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum á vettvangi.
267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. ágúst 2025 og hefst kl.19:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Hluta úr hringveginum lokað vegna ræsagerðar, fimmtudagskvöldið 7. ágúst
Hringvegi 1 verður lokað á morgun, fimmtudagskvöldið 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00, aðfaranótt föstudags 8. ágúst, frá hringtorginu í Borgarnes að afleggjaranum hjá Baulu. Lokanir koma til vegna framkvæmda við ræsagerð og lokunin nær yfir 18 km kafla. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut á meðan framkvæmdunum stendur.
Sumarlokun Ráðhúss Borgarbyggðar 2025
Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá 21. júlí til og með 4. ágúst nk. Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera 30 …









