Tilkynning – Notkun bréfpoka undir lífrænan úrgang

Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur skal ávallt fara í bréfpoka. Bréfpokar henta best til moltugerðar og tryggja að úrgangurinn sé meðhöndlaður á réttan hátt. Athugið: Ekki er tekið við lífrænum úrgangi í maíspokum Ekki er tekið við lífrænum úrgangi í plastpokum eða öðrum pokum en bréfpokum Bréfpoka má nálgast í flestum matvöruverslunum. Við þökkum íbúum fyrir að …

Uppfærsla á klippikortum vegna gámastöðvar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lagði til breytingar á klippikortum vegna notkunar gámastöðvar sveitarfélagsins, sem voru samþykktar í sveitarstjórn í desember síðastliðnum. Samkvæmt samþykktinni verða klipp fyrir árið 2026 alls 32 talsins. Hvert klipp samsvarar 0,25 rúmmetrum og munu klippikortin gilda til og með 1. febrúar 2027. Fasteignareigendur sem áður hafa sótt kort þurfa að fara inn á Borgarkort.is, skrá sig inn, …

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 23.9.2025 frá kl 13:00 til kl 16:00

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 23.9.2025 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Talning atkvæða fer fram eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað laugardaginn 20. september 2025. Þá verður búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði.Talning hefst svo kl. 19:00 sama dag í Hjálmakletti. Úrslit verða kynnt að talningu lokinni.

Fjárréttir í Borgarbyggð 2025

Réttir haustsins í Borgarbyggð – Tímasetningar   Haustið er komið og með því hefðbundnar fjárréttir víðsvegar um Borgarbyggð. Réttirnar eru ekki aðeins mikilvægur þáttur í búskap heldur einnig menningarlegur viðburður þar sem fólk kemur saman, rifjar upp gömul kynni og nýtur samveru. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu réttir í sveitarfélaginu í september og október:  Réttir í Borgarbyggð 2025  …

Upplýsingar um kjörstaði varðandi kosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Kjörstaðir Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Í Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:00 8.-12. september kl. 12:00-14:00 15.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga – Lindartungukjördeild 18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum – Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi – Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi – allar kjördeildir 20. september kl. 10:00-18:00 Í Skorradalshreppi …

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Söfnun rúlluplasts hefst 30. ágúst

Söfnun á rúlluplasti hefst helgina 30.–31. ágúst. Bílstjóri mun hafa samband við þá aðila sem plast hefur verið sótt til áður. Gert er ráð fyrir að byrja vestan við Borgarnes og halda áfram í Norðurárdal, Stafholtstungur og svo framvegis. Bændur eru vinsamlegast beðnir um að hafa plastið aðgengilegt og vel pakkað til að auðvelda söfnunina.