Sumarnámskeið fara vel af stað

Sumarnámskeiðin í Borgarbyggð fara vel af stað, fjölmargir krakkar eru þessa dagana á fullu í fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum. Gaman er að sjá börnin prófa nýja hluti en út frá myndum að dæma má sjá að allir skemmta sér vel. Í gær (11. júní) var kíkt á hluta af þeim námskeiðum sem fara fram í sumar. BMX Brós fara yfir …

Alþjóðadagur leiks

Í dag er alþjóðadagur leiks (e. international day of play) haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2024 og er honum ætlað að vekja athygli á rétti barna til leiks og því mikilvæga hlutverki sem leikur spilar í andlegum og líkamlegum þroska og vellíðan barna.  Í 31.grein Barnasáttmálans segir: 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, …

Skráning í frístund 2025-2026

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Borgarbyggð Opið er fyrir skráningu barna í frístund fyrir komandi skólaár 2025-2026. Skráning fer fram inn á www.vala.is Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín fyrir 10.ágúst. Frístund hefst eftir að skóladegi lýkur og er opin til klukkan 16:00/16:15 Frístundarheimili bjóða upp á faglegt tómstundarstarf þar sem börn fá að njóta sín í frjálsum leik og skipulögðu …

17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð

17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð Við fögnum Þjóðhátíðardegi Íslendinga með skemmtilegri hátíð þann 17. júní Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og verður kynnt nánar þegar nær dregur — June 17th – Family Festival in Borgarbyggð We celebrate Iceland’s Independence Day with a fun-filled festival on June 17thThere will be a varied and entertaining program for all ages, to be …

Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað að styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að …

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn. Tjörnin verður leigð frá og með árinu 2025 ef viðunandi tilboð fást. Tilboð skal skilað merkt „Slýdalstjörn tilboð“ fyrir kl. 11:00 föstudaginn 20. júní 2025 í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2, 310 Borgarnes eða á netfangið ulm@borgarbyggd.is fyrir þann tíma. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi á netfangið logisigurdsson@borgarbyggd.is

Skráningar á sumarnámskeið eru í fullum gangi

Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningar í sumarnámskeið fyrir krakka sem eru að ljúka 4. bekk. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um námskeiðin og skráningarhlekki. Parkour-námskeið Sumarnámskeið í parkour fyrir krakka sem eru að ljúka 4. – 7. bekk. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru byrjendur í íþróttinni og lengra komnum. Á námskeiðinu verður unnið með grunnatriði í …

Kristján Gíslason lætur af störfum hjá Borgarbyggð

Kristján Þormar Gíslason lætur af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur starfað hjá Borgarbyggð í 27 ár, eða frá árinu 1998. Kristján hefur gegnt margvíslegum störfum, meðal annars sem skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi, skjalavörður í Ráðhúsi Borgarbyggðar og nú síðast sem þjónustufulltrúi. Við viljum þakka Kristjáni fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis láta eftirfarandi starfsmenn …

Breytingar á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti í gær breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs Borgarbyggðar. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa, til áhaldahúss og …