Nýtt bráðabirgða biðskýli er nú komið upp á Hvanneyri. Um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri, hagleiksmaður og snillingur, smíðaði. Eins og sjá má notaði Guðmundur gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu. Við þökkum Guðmundi innilega fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum fyrir veðri og vindum meðan beðið …
Opnunarhátíð félagsstarfs eldri borgara – Karlarnir í skúrnum! Sólbakka 4.
Karlarnir í skúrnum opna í Borgarnesi! Við bjóðum þig velkominn á opnunarhátíð fimmtudaginn 23. janúar – stað þar sem karlar hittast, spjalla, gera við og smíða hluti og njóta félagskapar. Hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og sjá þessa gríðarlega góðu vinnu sem Aldan hefur lagt í þetta verkefni með ómetanlegri hjálp frá Skúla Ingvarssyni og Birgi Ásgeirssyni, …
Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar
Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra. Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast …
Seinkun á söfnun rúlluplasts
Vegna bilana á bílum hjá Íslenska gámafélaginu verður seinkun á hirðingu á rúlluplasti. Vonast er til að komist verði í söfnun um helgina.
Brúin farin yfir Ferjukotssíki á vegi nr. 510
Vakin er athygli íbúa á því að brúin yfir Ferjukotssíki er farin og verður því lokað um þá leið í óákveðinn tíma. Bent er á að hafa beint samband við Vegagerðina vegna fyrirspurna.
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!
Breyting á gjaldskrá í Íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð. Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að: Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9% 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við …
Þrettándagleði í Borgarnesi
Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning, smákökur og kakó verða í boði veitingarstaðarins Englendingarvík og Geirabakarí❤️ Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30. Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima og …
Frá sveitarstjóra: Sjónarmið í orkumálum
Aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt er hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Leggja verður ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög njóti eðlilegs ávinnnings af þeim orkumannvirkjum sem reist eru í viðkomandi samfélagi. Það er hagsmunamál allra landsmanna enda ein forsenda þess að haldið verði áfram að rjúfa kyrrstöðu í málaflokknum. …









