Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …
Þakkir við starfslok
Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …
Frítt í sundlaugar Borgarbyggðar 17. júní
Í tilefni af 70 ára afmæli innilaugarinnar í Borgarnesi þann 17. júní er frítt í allar sundlaugar Borgarbyggðar. 09:00-18:00 á Kleppjárnsreykjum og 14:00-20:00 á Varmalandi. Sjáumst í sundi!
Sumarnámskeið fara vel af stað
Sumarnámskeiðin í Borgarbyggð fara vel af stað, fjölmargir krakkar eru þessa dagana á fullu í fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum. Gaman er að sjá börnin prófa nýja hluti en út frá myndum að dæma má sjá að allir skemmta sér vel. Í gær (11. júní) var kíkt á hluta af þeim námskeiðum sem fara fram í sumar. BMX Brós fara yfir …
Rafmagnsleysi í Eyjahreppi, Kolbeinstaðahreppi og Hnappadal þann 12.6.2025
Rafmagnslaust verður í Eyjahreppi, Kolbeinstaðahreppi og Hnappadal frá Rauðkollstöðum að Fíflholti þann 12.6.2025 frá kl 11:00 til kl 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Alþjóðadagur leiks
Í dag er alþjóðadagur leiks (e. international day of play) haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2024 og er honum ætlað að vekja athygli á rétti barna til leiks og því mikilvæga hlutverki sem leikur spilar í andlegum og líkamlegum þroska og vellíðan barna. Í 31.grein Barnasáttmálans segir: 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, …
Skráning í frístund 2025-2026
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Borgarbyggð Opið er fyrir skráningu barna í frístund fyrir komandi skólaár 2025-2026. Skráning fer fram inn á www.vala.is Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín fyrir 10.ágúst. Frístund hefst eftir að skóladegi lýkur og er opin til klukkan 16:00/16:15 Frístundarheimili bjóða upp á faglegt tómstundarstarf þar sem börn fá að njóta sín í frjálsum leik og skipulögðu …
266. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
266. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. júní 2025 og hefst kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 266. fundur sveitastjórnar dagskrá Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð
17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð Við fögnum Þjóðhátíðardegi Íslendinga með skemmtilegri hátíð þann 17. júní Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og verður kynnt nánar þegar nær dregur — June 17th – Family Festival in Borgarbyggð We celebrate Iceland’s Independence Day with a fun-filled festival on June 17thThere will be a varied and entertaining program for all ages, to be …









