Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá 21. júlí til og með 4. ágúst nk. Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf …
Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september
Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir hverri fasteign. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður. Tilgangur breytinga er að tryggja …
Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …
Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …
Álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …
Rafmagnsleysi í Eyjahreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Hnappadal þann 12.6.2025
Rafmagnslaust verður í Eyjahreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Hnappadal frá Rauðkollstöðum að Fíflholti þann 30.6.2025 frá kl 11:00 til kl 13:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Malbikun í Borgarbyggð 7-11 júlí
Vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda munu nokkur svæði í Borgarvík og á Hvanneyri loka tímabundið fyrir umferð dagana 7.–11. júlí 2025. Malbikun mun eiga sér stað í Borgarvík, hluta af Sólbakka, frá Rarik að JGR og Túngata 23–27, Hvanneyri. Framkvæmdir byrja í Borgarvík og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að malbika á Sólbakka þann 9. júlí, að lokum verður …
Framkvæmdir við tengingu neysluvatns í Sóleyjarkletti
Borgarverk hefur nú framkvæmdir við tengingu inn á neysluvatnsstofn í Sóleyjarkletti. Verkið krefst ekki lokunar á götu, en vegurinn mun þrengjast tímabundið á meðan vinnu stendur. Sjá má fyrirhugaða staðsetningu tengingar á meðfylgjandi útskýringarmynd, blá lína sýnir fyrirhugaða tengingu við stofninn og rauð lína sýnir svæði þar sem umferð þrengist. Við biðjum vegfarendur að sýna aðgát og þolinmæði meðan á …
Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …








