Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september

Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir íbúðarhúsnæðum og sumarhúsum. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður. Tilgangur breytinga er að tryggja …

Kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð

Janus heilsuefling verður með kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð, mánudaginn 25. ágúst kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð. Borgarbyggð og Janus heilsuefling hafa átt í farsælu samstarfi síðan í janúar 2024 og hafa fjölmargir íbúar sveitarfélagsins tekið þátt síðan verkefnið hóf göngu sína. Á kynningarfundinum verður farið yfir verkefnið, ávinning, fyrirkomulag og fleira. Við hvetjum alla áhugasama …

Vinna við kantstein á Sæunnargötu 18.–21. ágúst

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kantsteinum við Sæunnargötu verður unnið við götuna dagana mánudag 18. ágúst til fimmtudags 21. ágúst. Búast má við tímabundnum umferðartöfum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan á framkvæmdum stendur.   Við þökkum íbúum og vegfarendum fyrir skilning og samvinnu.

Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu

Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu.   Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og …

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu. Um er að ræða snjómokstur í dreifbýli og á heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins, ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og geta bjóðendur lagt fram tilboð í einn eða fleiri samningshluta útboðsins. Hægt er að sækja öll útboðsgögn hér …

Sumaropnun lýkur á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi

Síðasti dagur opnunar sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er í dag fimmtudag 14. ágúst. Því miður þarf að loka fyrr en áætlað var vegna viðgerða. Sumaropnun í sundlauginni á Varmalandi lýkur svo sunnudaginn 17. ágúst. Við þökkum sundgestum kærlega fyrir sumarið.

Kubb-völlur í Skallagrímsgarði

Nú er búið að setja upp Kubb-völl í Skallagrímsgarði og verður hann opinn fram eftir hausti, eftir því sem veður og vindar leyfa. Við hvetjum fjölskyldur og vini til að hittast í garðinum, spila Kubb, taka með sér nesti og eiga notalega stund saman. Í Skallagrímsgarði er oft gott skjól og veður, sem gerir hann að frábærum stað til útiveru. …

267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. ágúst 2025 og hefst kl.19:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort …