Í Borgarbyggð voru 3137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. 417 sögðu já eða 83,2% greiddra atkvæða, 82 sögðu nei eða 16,4%, tveir seðlar voru auðir. Í Skorradal voru 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. 32 sögðu já eða 59,3% 22 sögðu nei eða 40,7%. Niðurstaðan er því sú að sameining var samþykkt í báðum …
Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Talning atkvæða fer fram eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað laugardaginn 20. september 2025. Þá verður búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði.Talning hefst svo kl. 19:00 sama dag í Hjálmakletti. Úrslit verða kynnt að talningu lokinni.
Kynningafundur í Borgarbyggð á Janus heilsueflingu
Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð.
Grænfánaafhending í Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi
Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar flaggað í dag sínum sjötta Grænfána. En það er Landvernd sem veitir Grænfánan fyrir góða umhverfismennt innan skólans. Borgarbyggð óskar skólanum innilega til hamingju með þennan flotta áfanga í kennslu í umhverfismálum.
Ráðstefnan Nýsköpun í Skólastarfi
Glæsileg ráðstefna var á vegum Menntaskóla Borgarfjarðar í gær þar sem áhersla var lögð á Nýsköpun í skólastarfi STEM og STEAM. Um 100 manns sótti ráðstefnuna víðsvegar af landi og hlustuðu á flotta fyrirlestra um morguninn og tóku þátt í fjölbreyttum vinnustofunum eftir hádegið.
Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar
Þann 17. apríl n.k verður ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar sem ber heitið Nýsköpun í skólastarfi með áherslu á STEM og STEAM nám og kennslu. Dagskráin er spennandi og á erindi til allra sem hafa áhuga á menntamálum og þróun samfélaga. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningarform er að finna hér Nýsköpun í skólastarfi nýsköpun í skólastarfi
Umsagnir vegna tillögu um breytingar á skólahaldi við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar
Á 230. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar dags. 1. febrúar 2024 var lögð fram tillaga um að skólahald á Varmalandi myndi taka breytingum frá og með næsta hausti. Tillagan lýtur að því að á Varmalandi verði starfrækt grunnskóladeild frá 1. til 4. bekk að báðum bekkjardeildum meðtöldum. Í því felst að frá og með haustinu 2024 myndu nemendur 5. til 10. bekkjar …
Sorphirða gæti dregist vegna hálku
Þar sem mikil hálka og erfiðar aðstæður eru hjá þeim sem sjá um sorphirðu í sveitarfélagin gæti sorphirða dregist eitthvað vegna þess.