Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð.
Grænfánaafhending í Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi
Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar flaggað í dag sínum sjötta Grænfána. En það er Landvernd sem veitir Grænfánan fyrir góða umhverfismennt innan skólans. Borgarbyggð óskar skólanum innilega til hamingju með þennan flotta áfanga í kennslu í umhverfismálum.
Ráðstefnan Nýsköpun í Skólastarfi
Glæsileg ráðstefna var á vegum Menntaskóla Borgarfjarðar í gær þar sem áhersla var lögð á Nýsköpun í skólastarfi STEM og STEAM. Um 100 manns sótti ráðstefnuna víðsvegar af landi og hlustuðu á flotta fyrirlestra um morguninn og tóku þátt í fjölbreyttum vinnustofunum eftir hádegið.
Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar
Þann 17. apríl n.k verður ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar sem ber heitið Nýsköpun í skólastarfi með áherslu á STEM og STEAM nám og kennslu. Dagskráin er spennandi og á erindi til allra sem hafa áhuga á menntamálum og þróun samfélaga. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningarform er að finna hér Nýsköpun í skólastarfi nýsköpun í skólastarfi
Umsagnir vegna tillögu um breytingar á skólahaldi við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar
Á 230. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar dags. 1. febrúar 2024 var lögð fram tillaga um að skólahald á Varmalandi myndi taka breytingum frá og með næsta hausti. Tillagan lýtur að því að á Varmalandi verði starfrækt grunnskóladeild frá 1. til 4. bekk að báðum bekkjardeildum meðtöldum. Í því felst að frá og með haustinu 2024 myndu nemendur 5. til 10. bekkjar …
Sorphirða gæti dregist vegna hálku
Þar sem mikil hálka og erfiðar aðstæður eru hjá þeim sem sjá um sorphirðu í sveitarfélagin gæti sorphirða dregist eitthvað vegna þess.