Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins enn snyrtilegri. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ákveður, að teknu tilliti til tilnefninga, hverjir hljóta viðurkenningu í hverjum flokki.
Snyrtilegasta bændabýlið
Bakkakot í Stafholtstungum hlaut verðlaun fyrir snyrtilegasta bændabýlið í sveitarfélaginu. Þar búa þrjár kynslóðir bænda í jafn mörgum íbúðarhúsum. Elst eru Kristján Franklín Axelsson og Katrín Hjartar Júlíusdóttir, þá Kristín Kristjánsdóttir og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og loks eru yngstu hjónin þau Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ólafur Daði Birgisson. Það var einróma álit nemdarmanna að verðlauna Bakkakot en þar er rekið myndarbýli. Á jörðinnin eru ný og gömul hús í bland, og allt umhverfi og þeirra snyrtilegt. Í Bakkakoti er myndarlegur búskapur, snyrtilegt og raunar allt með glæsibrag hvort sem snýr að ræktun, lóðum við íbúðarhús eða öðru.
Falleg lóð við íbúðarhúsnæði
Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús var Smátún í Reykholtsdal. Þar búa Unnar Bjartmarsson og Eva Lind Jóhannsdóttir. Þessi fyrrum lóð þvottahúss sveitarinnar, er stór en vel gróin og liggur meðfram hveralæknum. Auk íbúðarhúss er skemma, nokkur smærri hús og gróðurhús á lóðinni. Allt viðhald húsa og lóðar er til fyrirmyndar og öllu vel til haga haldið. Smátún hefur áður unnið til verðlauna en nefndin taldi fulla ástæðu til að endurtaka það nú.
Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði er Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili í Borgarnesi. Lóðinni er ávellt vel við haldið og hún skreytt eða upplýst eftir árstíðum. Sumarblóm eru ræktuð á staðnum og viðhald húsa og lóða til fyrirmyndar að mati dómnefndar.
Bjarni hlaut samfélagsviðurkenninguna
Samfélagsviðurkenningu umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar hlaut að þessu sinni Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Það var samdóma álit nefndarinnar að heiðra Bjarna fyrir framlag hans til landbúnaðar, fræðslu og útgáfumála í áratugi. Bjarni fagnaði eins og kunnugt er 80 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Bjarni er sístarfandi fræðimaður og vel liðinn kennari alla tíð og því ber nafn hans einatt á góma þegar Hvanneyri er nefnd.
Falleg lóð við íbúðarhús
Í þessum flokki eru það íbúar að Kjartansgötu 20 sem hljóta nafnbótina í ár.
Þar segir í niðurstöðu dómnefndar að lóðin er virkilega snyrtileg og bersýnilegt að henni sé haldið við af kostgæfni. Bæði húsið og lóðin eru mjög snyrtileg, gróður vel snyrtur og augljóst að mikil vinna er lögð í umhirðu.
Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
Í þessum flokki er það Hótel Varmaland sem hlýtur nafnbótina í ár. Herborg Svana Hjelm hótelstjóri tók við verðlaunum fyrir hönd hótelsins.
Þar segir í niðurstöðu dómnefndar að lóðin í kringum hótelið er snyrtilegt og aðgengið að húsinu er aðlaðandi, skemmtilegt samspil þess gamla og nýja. Viðbyggingin er einnig einstaklega vel heppnuð.
Snyrtilegt bændabýli
Í þessum flokki er það Gunnlaugsstaðir sem hlýtur nafnbótina í ár. Bændur eru þau Þórður Einarsson, Jórunn Guðsteinsdóttir og Guðmundur Eggert Þórðarson. Caroline Langhein tók við viðurkenningunni fyrir hönd Gunnlaugsstaða.
Þar segir í niðurstöðu dómnefndar að það er mikil enduræktun í gangi og stöðug þróun í uppbyggingu. Nýtt stórglæsilegt fjós stendur við bæinn en einnig hefur verið lagt upp úr því að viðhalda gömlu húsunum, sem er dæmi um góða samvinnu milli kynslóða. Það er virkilega ánægjulegt að sjá svona þróun í sveitum Borgarbyggðar.
Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála.
Í þessum flokki er það Steinunn Árnadóttir sem hlýtur nafnbótina í ár.
Þar segir í niðurstöðu dómnefndar að dýravelferð þarf alltaf að vera í hávegum höfð ekki síst í stóru og öflugu landbúnaðarhéraði eins og Borgarbyggð. Mikilvægt er að einstaklingar láti sig hag dýranna varða og leggi þeirra málstað lið þegar þurfa þykir. Það þarf kjark, þor og þrautseigju að standa upp og taka afstöðu með erfiðum málum með vindinn í fangið. Það hefur Steinunn svo sannarlega gert þegar um er að ræða erfið dýravelferðamál. Af einstakri elju hefur hún fylgt málum eftir af eldmóði sem eftir er tekið.
Viðurkenningu hlutu eftirfarandi:
1. Falleg lóð við íbúðarhús
Í þessum flokki eru það íbúar að Borgarvík 5 í Borgarnesi sem hljóta þá viðurkenningu, þau Bjarni Þór Traustason og Sigrún Ögn Sigurðardóttir.
Í niðurstöðu dómnefndar segir að lóðin sé einstaklega falleg og snyrtileg og öllu vel við haldið. Greinilegt er að mikil vinna og natni er lögð í viðhald húss og lóðar. Gróður er fjölbreyttur; trjágróður, fjölæringar og sumarblóm. Heildarsvipur lóðar góður.
2. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
Í þessum flokki er það Bjarg í Borgarnesi sem hlýtur þá viðurkenningu, þau Þorsteinn Arilíusson og Heiður Hörn Hjartardóttir.
Í niðurstöðu dómnefndar segir að allt umhverfi gistiheimilisins Bjargs sé snyrtilegt, gróðri vel við haldið og tún slegin. Náttúrufegurð á svæðinu og snyrtilegt umhverfi eykur á jákvæða upplifun gesta.
3. Snyrtilegt bændabýli
Í þessum flokki er það Brekkka í Norðurárdal sem hlýtur þá viðurkenningu, þau Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir.
Þar segir í niðurstöðu dómnefndar að býlið sé myndarlegt og byggingum sem eru ólíkar að aldri sé vel við haldið. Hlaðnir túngarðar grípa augað og eru þeir merki um óslitinn þráð búskaparsögu um langan tíma. Auðséð er að búið er í fullum rekstri þar sem ýmis tæki þar að lútandi eru vel sýnileg. Umgengni snyrtileg.
4. Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála
Í ár hlýtur Sigurbjörg Ólafsdóttir þessa viðurkenningu.
Í niðurstöðu dómnefndar segir að Sigurbjörg hafi hreinsað trjábeð meðfram Berugötunni upp á sitt einsdæmi. Trén voru að hverfa í grasi og torfi og því mikil vinna sem hún lagði á sig óumbeðin til að fegra sitt nærumhverfi. Hún hreinsaði beðið meðfram allri götunni (utan lóðamarka) og í samstarfi við sveitarfélagið er nú búið að snyrta tré og skipta um girðingu og ásýnd götunnar hefur batnað til muna.
Viðurkenningu hlutu eftirfarandi.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2020. Hvammur í Hvítársíðu
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2020. Smátún, Kleppjárnsreykjum
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2020. Límtré – Vírnet
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2020. Steinunn Pálsdóttir
Smátún á Kleppjárnsreykjum (Eva Lind Jóhannsdóttir og Unnar Bjartmarsson)
Lóðin umhverfis Smátún er stór og gróðurmikil, fallega máluð brú sem er yfir lækinn og lítið hringtorg eru mikil prýði. Einnig er mikill og fjölbreyttur gróður á lóðinni. Hænur og endur eru í garðinum ásamt tjörn og gróðurhúsum þar sem ávaxtatré og ýmis grænmetisræktun fer fram. Miklar endurbætur hafa farið fram á lóðinni að undanförnu og þar er nú einkar gróðursælt og snyrtilegt.
Límtré -Vírnet í Borgarnesi
Límtré – Vírnet er sérlega snyrtileg atvinnulóð í hjarta Borgarness, húsum vel við haldið og ávallt til sóma fyrir bæinn. Blóm eru í kerjum, plön sópuð og efni er ávallt snyrtilega raðað við húsin.
Hvammur í Hvítársíðu (Torfi Guðlaugsson)
Hvammur hefur í mjög langan tíma verið eitt snyrtilegasta bændabýli í Borgarbyggð og varð fyrst til að fá þessi verðlaun 2006. Byggingum, aðkeyrslu, girðingum, lóð og umhverfi er nú sem áður, vel við haldið og vélum ávallt vel upp raðað. Öll umgengni er til fyrirmyndar og Borgarbyggð til mikills sóma.
Steinunn Pálsdóttir
Steinunn hefur unnið við umhirðu í Skallagrímsgarði í mörg ár og á stóran þátt í því hversu vel garðurinn lítur út. Garðurinn á hug hennar hvert vor og sumar og er hún mætt þar við fyrsta tækifæri. Natni, skipulag og dugnaður er lýsing sem á vel við Steinunni en auk þess að sinna garðinum ár hvert tekur hún einstaklega vel á móti ungmennum úr Vinnuskóla Borgarbyggðar, kennir þeim rétt handtök og hvernig þau stígi sín fyrstu skref í garðyrkju.
Viðurkenningu hlutu eftirfarandi.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2019. Norður- Reykir í Hálsasveit
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2019. Arnarklettur 19
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2019. HP Pípulagnir ehf
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2019. Sturlaugur Arnar Kristinsson
Norður- Reykir í Hálsasveit (Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson)
Greinilegt er að ábúendur á bænum huga að því af miklum metnaði að ganga snyrtilega um, sem er krefjandi verkefni sem þarf að huga að alla daga á býli í rekstri.
Arnarklettur 19, Borgarnesi (Sigurður Daníelsson og Bjarney Ingadóttir)
Lóðin er afar snyrtileg og fjölbreyttur gróður er í garðinum. Aðkoma að húsinu er öll hin snyrtilegasta og greinilegt að mikil vinna og natni er lögð í umhirðu garðs og lóðar.
HP Pípulagnir ehf, Brákarbraut 18-20, Borgarnesi
Lóðin hefur tekið stakkaskiptum og aðkoman er öll hin snyrtilegasta.
Sturlaugur Arnar Kristinsson, starfsmaður Íslenska Gámafélagsins
Stulli sinnir starfi sínu af einstakri alúð og á stóran þátt í því að bændum og ábúendum gengur betur að flokka sinn úrgang og koma honum í réttan farveg. Almenn ánægja ríkir með störf Stulla enda leggur hann sig alltaf fram um framúrskarandi þjónustu sem skilar sér í aukinni flokkun og jákvæðum viðhorfum til úrgangsþjónustu.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2018. Sámsstaðir í Hvítársíðu
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2018. Berugata 5
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2018. Grenigerði
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2018. Björk Jóhannsdóttir
Sámsstaðir í Hvítársíðu
Fjárbú, í eigu Ólafs Guðmundssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur, þar sem öll umhirða er til fyrirmyndar. Snyrtimennska í hávegum höfð varðandi heyskap, frágang vinnuvéla og tækja úti við, rúllustæður og girðingar. Húsum vel við haldið.
Berugata 5 (Ingibjörg Jónsdóttir og Anna E. Rafnsdóttir)
Viðurkenningin er veitt fyrir garðrækt. Garðurinn er í gömlum garðastíl og þar er að finna fjölbreyttan gróðu. Mikil natni og alúð er lögð í ræktunina og blómin ræktuð frá grunni. Mikil og sífelld vinna er lögð í umhirðu garðsins.
Grenigerði
Snyrtileg aðkoma og gróskumikið ræktunarstarf. Rita og Páll í Grenigerði hafa lagt mikla vinnu í umfangsmikla trjárækt, með virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni í kring að leiðarljósi. Þá hafa þau gefið mikið af sér til samfélagsins; tekið á móti hópum og gefið trjáplöntur til skóla og annarra stofnana. Heimsókn í Grenigerði er heimsókn í ævintýraland.
Björk Jóhannsdóttir
Björk hlýtur viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf, elju og einstaklingsframtak. Björk var aðalhugmyndasmiður að verkefninu „Egla tekur til hendinni“ og burðarplastpokalaus Borgarbyggð auk þess sem hún virkjaði hóp sjálfboðaliða í ruslatínslu í nærsamfélaginu undir nafninu Plokkhópur Eglu.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2017. Traðir í Hraunhrepp
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2017. Bóndhóll
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2017. Kaupfélag Borgfirðinga
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2017. Landnámssetur Íslands
Traðir í Hraunhrepp
Þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einstaklega snyrtilegt er heim að líta og sjá má að mikil áhersla er lögð á að halda vel við öllum mannvirkjum. Umgengni er til mikillar fyrirmyndar sem samræmist vel þeirri náttúrufegurð sem þarna ríkir.
Bóndhóll (Svava Finnsdóttir)
Aldingarðurinn umhverfis hús Svövu Finnsdóttur í Bóndhól er einstakur og ótrúlegt verk einnar manneskju en þennan garð hefur hún verið með í ræktun í aðeins í 22 ár eða frá 1995. Fjölbreytni trjáa og jurta er þar mikil og þar er að finna fágætar og verðmætar plöntur. Umhirða garðsins er einstök, natni og fagmennska mikil. Ekki má gleyma að minnast á að víða í garðinum leynast listaverk af ýmsum toga enda er Svava dverghög í höndum að skapa listaverk úr hlutum sem eru öðrum hulin. Jafnframt hefur Svava móttekið með gleði marga hópa sem áhuga hafa haft á að skoða paradísina hennar.
Kaupfélag Borgfirðinga
Umhirða gróðursvæða er til mikillar fyrirmyndar og aðkoma og ásýnd mjög snyrtileg. Lögð er áhersla á að halda svæðinu bak við verslunina snyrtilegu og tryggja sem best að úrgangur fjúki ekki út af svæðinu.
Landnámssetur Íslands
Landnámssetrið fær sérstök umhverfisverðlaun Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar. Landnámssetrið hefur að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í ákvarðanatöku og þjónustu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á flokkun úrgangs og markmið þess er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með flokkun á öllum úrgangi, að svo miklu leyti sem innviðir ráða við að taka á móti. Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða í allri starfseminni; við val á birgjum og tegundum umbúða. Fyrirtækið hefur mikinn hug á að taka upp flokkun lífræns úrgangs til moltugerðar.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
Auk þess fengu eigendur snyrtilegasta bændabýlisins skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2016. Ölvaldsstaðir 4
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2016. Fjóluklettur 18 Borgarnesi
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2016. OR Sólbakki 10 Borgarnesi
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2016. Túngata 15 Hvanneyri, Jófríður Leifsdóttir
Tilnefningar voru samtals 22.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
Auk þess fengu eigendur snyrtilegasta bændabýlisins skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2015. Hóll í Lundarreykjadal
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2015. Jaðar í Bæjarsveit
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2015. Hótel Húsafell
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2015. Borg á Mýrum
Tilnefningar voru samtals 30.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
Auk þess fengu eigendur snyrtilegasta bændabýlisins skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2014. Brekkukot í Reykholtsdal.
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2014. Skallagrímsgata 3 í Borgarnesi.
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2014. Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra í Borgarnesi.
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2014. Reykholtsstaður.
Tilnefningar voru samtals 7.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
Auk þess fengu eigendur snyrtilegasta bændabýlisins skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2013. Bóndhóll.
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2013. Fálkaklettur 9.
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2013. Bifreiðaverkstæðið Hvannnes við Sólbakka 3.
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2013. Anna Hallgrímsdóttir og Jóhannes Helgason að Hamri í Þverárhlíð.
Tilnefningar voru samtals 8.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
Auk þess fengu þeir sem hafa hlotið viðurkenningu fyrir snyrtilegasta býlið frá sameiningu árið 2006 skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
-
- Snyrtilegasta bændabýlið 2012. Skálpastaðir.
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2012. Tröð í Norðurárdal.
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2012. Golfklúbbur Borgarness fyrir golfvöllinn að Hamri.
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2012. Neðribæjarsamtökin.
Tilnefningar voru samtals 13.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
-
- Myndarlegasta bændabýlið 2011. Hrauntún.
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2011. Túngata 7 á Hvanneyri.
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2011. Vegagerðin í Borgarnesi.
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2011. Guðríður Ebba Pálsdóttir fyrir óeigingjarnt starf við fegrun umhverfis.
Tilnefningar voru samtals 15.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og rósir.
-
- Myndarlegasta bændabýlið 2010. Arnbjargarlækur.
-
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2010. Þórðargata 30.
-
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2010. Ferðaþjónustan Fossatúni.
-
- Sérstök viðurkenninn vegna umhverfismála 2010. Halldór Einarsson starfsmaður á Gámastöðinni í Borgarnesi.
Tilnefningar voru samtals 12.
Veitt voru viðurkenningarskjöl.
-
- Myndarlegasta bændabýlið 2009. Bændabýlið Brúarland á Mýrum.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar íbúðarhúsnæðis 2009. Lóðin við Kjartansgötu 6 í Borgarnesi.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar atvinnuhúsnæðis 2009. Lóðin við garðyrkjubýlið Laugaland við Varmaland
-
- Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2009. Þorsteinn Pétursson sem oft er kenndur við Hamra í Reykholtsdal, nú íbúi að Borgarbraut 65, hlaut viðurkenningu fyrir sjálfboðavinnu við að tína það rusl sem berst að Dvalarheimilinu í Borgarnesi og umhverfi þess.
Tilnefningar voru samtals 26.
Veitt voru viðurkenningarskjöl og glerlistaverk úr héraði.
Listamaður: Ólöf Sigríður Davíðsdóttir.
-
- Myndarlegasta bændabýlið 2008. Bændabýlið Glitstaðir í Norðurárdal.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar íbúðarhúsnæðis 2008. Lóðin við Ferjukot við Hvítárbrúnna.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar atvinnuhúsnæðis 2008. Lóðin við garðyrkjubýlið Varmaland í Reykholtsdal.
-
- Viðurkenning tilnefnd af Umhverfis- og landbúnaðarnefnd 2008. Heildarmynd lóðar og húss við Borgarbraut 26 í Borgarnesi.
Tilnefningar sem bárust voru samtals 42.
Veitt voru viðurkenningarskjöl í ramma og flókalistaverk úr héraði.
Listamaður: Snjólaug Guðmundsdóttir.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar íbúðarhúsnæðis 2007. Lóðin við Borgarvík 6 í Borgarnesi.
-
- Snyrtilegur frágangur lóðar atvinnuhúsnæðis 2007. Lóð Alþýðuhússins í Borgarnesi.
-
- Myndarlegasta bændabýlið 2007. Bændabýlið Helgavatn í Þverárhlíð.
-
- Snyrtilegasta gatan 2007. Þórðargata í Borgarnesi.
-
- Lóð atvinnuhúsnæðis, sem er í mestri framför frá fyrra ári. Lóð Borgarverks við Sólbakka í Borgarnesi.
-
- Sérstök viðurkenning L.kl. Öglu í samvinnu við Borgarbyggð 2007. Snorrastofa og Reykholtsstaður.
Tilnefningar sem bárust voru samtals 17.
Veitt voru viðurkenningarskjöl í ramma og flókalistaverk úr héraði.
Listamaður: Snjólaug Guðmundsdóttir.
-
- Fallegasti garðurinn í Borgarnesi 2006. Garðurinn við Kveldúlfsgötu 2a í Borgarnesi.
-
- Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð 2006. Bændabýlið Hvammur í Hvítársíðu.
-
- Snyrtilegasta fyrirtækið í Borgarbyggð 2006. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.