Borgarbyggð er aðili að Heilsueflandi samfélagi, sem er verkefni á vegum Embættis landlæknis.
Heilsueflandi samfélag leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið ákvörðun um að hafa heilsu og líðan íbúa í fyrirrúmi í allri stefnumótum á öllum sviðum. Stýrihópur tók til starfa þann 19. janúar 2017 með fulltrúum skóla, heilsugæslu, íþróttahreyfingar, félagsmála, eldri borgara og atvinnulífs í Borgarbyggð.Hópurinn fundar reglulega og eru helstu verkefni hans að móta stefnu og stíga ákveðin skref í átt að henni. Bæta á hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi og bjóða upp á jöfn tækifæri til að móta heilbrigðan lífsstíl og gera holla valið að auðvelda valinu. Skólar í Borgarbyggð styðjast við opinberar ráðleggingar um mataræði, en einnig verður hugað að skipulagi og hönnun sem stuðlar að hreyfingu, s.s. göngu- og hjólastígum, leikvöllum og grænum svæðum og tryggja gott framboð og aðgengi að skipulagðri hreyfingu fyrir allan aldur. Ef vel er staðið að innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Borgarbyggð má vænta þess að íbúar bæti heilsu sína og lífsgæði og fyrir vikið verður Borgarbyggð eftirsóknaverðari til búsetu. Hafa verður þó í huga að góðir hlutir gerast hægt og breytingar krefjast bæði tíma, samstarfs og samstöðu íbúa. Heilsueflandi samfélag byggist á lýðræðislegum grundvelli og sameiginlegri ábyrgðar- og eignarhaldstilfinningu íbúa. Einnig þarf að leggja upp með mælanleg markmið og raunhæft stöðumat, virkja fólk til þátttöku og sýna fram á jákvæða þróun og breytingar í umhverfinu, bæði til skemmri og lengri tíma.
Reglulega er áfangaskýrslum skilað inn til Embætti landlæknis um framvindu innleiðingar á heilsueflandi samfélagi.
Fræðsla fyrir íbúa Borgarbyggðar er mikilvægur þáttur í innleiðingu á heilsueflandi samfélagi. Hér má nálgast upplýsingar um haldna viðburði.
Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan íbúa Borgarbyggðar. Eitt af markmiðum heilsueflandi samfélags er að stuðla að æskilegri þróun á mataræði íbúa í samræmi við ráðleggingar um mataræði. Áhersla er lögð á að auka neyslu grænmetis, ávaxta og fisks og heilkorna vara og minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum vörum. Mötuneyti skóla í Borgarbyggð taka mið af leiðbeiningum Embætti landlæknis varðandi mataræði nemenda og aðrar stofnanir einnig.
Lögð er áhersla á að hvetja íbúa Borgarbyggðar á öllum aldri til hreyfingar í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Það er gert með því að horfa til þeirra fjölmörgu þátta sem hafa áhrif á daglega hreyfingu, m.a. í tengslum við ferðamáta, vinnu og skóla, frítíma og heimilisverk.
Stór þáttur í heilsueflingu íbúa Borgarbyggðar felst í að stuðla að vaxandi geðheilbrigði og vellíðan þeirra. Áhersla er lögð á að efla þekkingu íbúa á geðheilbrigði og þeim þáttum sem stuðla að góðri geðheilsu. Ennfremur er lögð áhersla á að efla færniþjálfun á sviði samskipta og geðheilbrigðis í skólum og á vinnustöðum. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem ýtir undir jákvæða sjálfsmynd, góð samskipti og vellíðan í leik og starfi. Skólar Borgarbyggðar vinna markvisst með líðan barna og ungmenna, meðal annars með áherslu á Uppbyggingastefnuna og verkefnið
Leiðtogann í mér.Reglulega er fylgst með högum og líðan barna og ungmenna með könnunum eins og Skólapúlsinum og Ungt fólk. Nánari upplýsingar um geðrækt og vellíðan má nálgast hér
Bætt lífsgæði er eitt af meginmarkmiðum Borgarbyggðar í tengslum við innleiðingu heilsueflandi samfélags. Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að skilgreina í einu orði. Hugtakið er samsett úr nokkrum þáttum sem m.a. tengjast heilsu, umhverfi, tengslum við aðra, félagslegri virkni, virðingu og sjálfstæði. Mikilvægt er að líf okkar sé í góðu jafnvægi, við ráðum við aðstæður og finnum tilgang í lífinu. Líkamleg geta er í samræmi við aldur, andleg vellíðan til staðar og getan til að hugsa skýrt, að vera í góðu skapi, sýna jákvæðni og sjálfsöryggi, hafa tök á lífi sínu og ráða við persónulegar aðstæður. Við þurfum að geta fundið tilgang með lífinu og gert hluti sem skipta máli, hafa hugsjónir og trú á framtíðinni og sætta sig við og vera ánægður með lífið.Lífsgæði eru því að finna til hamingju megnið af tímanum, geta notið lífsins, finna til heilbrigðis og hraustleika, telja sig blómstra, finna fyrir lífsgleði og vera í góðu jafnvægi. Þátttaka skiptir máli, að geta viðhaldið félagslegum tengslum, hafa stuðningsnet, vera ekki einmana, finna fyrir viðurkenningu eða tilheyra í félagslega umhverfinu, taka þátt og vinna við eitthvað sem telst mikilvægt hvort sem það er launað eða ólaunað. Dagleg virkni einnig, þ.e. að geta klætt sig og séð um eigið hreinlæti og heimilishald og geta unnið.