Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Þann 3. mars 2020 undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Magnús Smári Snorrason formaður fræðsluráðs Borgarbyggðar samstarfssamning um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Með undirskriftinni bættist Borgarbyggð í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi.
Árið 2018 lögðu nemendur og starfsmenn Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar fram erindi til sveitarstjórnar þar sem skorað var á Borgarbyggð að hefja formlegt innleiðingarferli á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í framhaldi var farið í markvissa vinnu við að fara yfir hvernig réttindi barna væru tryggð í sveitarfélaginu og úr því hófst ferlið.
Þátttaka Borgarbyggðar í verkefninu byggir því á frumkvæði barna sem búa í sveitarfélaginu.
Ferill Borgarbyggðar
Hér eru upplýsingar um tilurð verkefnisins í Borgarbyggð.
Desember 2018: Áskorun frá nemendum á yngsta- og miðstigs Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar á sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Nóvember 2019: Kynningarfundur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Mars 2020: Samstarfssamningur undirritaður
Júní 2020: Rýnihópur stofnaður og innleiðingarferlið að hefjast.
Júní 2020: Innleiðing á barnvænni Borgarbyggð hafin.
Ágúst 2020: Kortlagningu gagna var lokið um sumarið og þeim komið til UNICEF til að setja inn í mælaborð svokallað, sem er sérhannað mælitæki til að halda utan þau gögn sem greina stöðu barna innan sveitarfélagsins á milli ára, vann stýrihópur Barnvæns sveitarfélags gátlista. Þessir gátlistar koma staðlaðir frá UNICEF og eru gerðir til að þess að stýrihópurinn glöggvi sig betur á stöðu barna innan sveitarfélagsins og hvar þarf að ráðast fyrst í aðgerðir.
September 2020: Eftir kortlagningu gagna og gátlistavinnu lauk sat hópurinn hálfsdagsnámskeið hjá UNICEF um barnasáttmálan og megin tilgang þessa verkefnis sem innleiðingin er. Því næst var unnið í stöðluðum spurningalistum frá UNICEF sem eru fyrir börn á grunn- og menntaskóla aldri með lögheimili í sveitarfélaginu og starfsfólk skólanna. Þar sem rými var til að bæta við 2-3 spurningum. Þær valdar og bætt við. Spurningalistar þessir eru enn nákvæmara mælitæki til að greina stöðu og viðhorf barna innan sveitarfélaga í þessu ferli. Spurningalistar eru svo sendir út í skólana ásamt kynningarbréfi þar sem börn og starfsfólk svara þeim nafnlaust í gegnum netið.
Október 2020: Spurningalistar settir upp á netinu hjá UNICEF og komið til umsjónarmanns stýrihóps í Borgarbyggð ásamt kynningarbréfum.
Nóvember 2020: Kynningarbréf á innleiðingarferlinu og spurningalistunum fyrir foreldra, börn og starfsfólk send út til grunn- og menntaskóla í sveitarfélaginu. Hvert sveitarfélag getur þá eftir vinnu gátlista og út frá niðurstöðum svara frá börnum og starfsfólki séð hvar mögulega þyrfti að rýna betur í og bætt í framhaldinu. Því erum við mjög spennt að fá til baka niðurstöðurnar úr spurningalistunum. Þegar niðurstöður hafa skilað sér í hús er næsta skref í innleiðingarferlinu að stýrihópur fundar þar sem farið er yfir niðurstöður spurningalistanna og aðgerðaráætlun er ákveðin út frá þeim og gögnum úr mælaborðinu sem áður hefur verið nefnt.
Borgarbyggð er fyrsta sveitarfélagið sem hafið hefur innleiðingarferlið á Barnvænu sveitarfélagi á Íslandi til að vinna spurningalista með börnum á aldrinum 6-8 ára og svo 16-17 ára. Spennandi verður að sjá niðurstöður úr þeirri vinnu og fá punkta frá starfsfólki hvernig gekk með yngstu börnin. Þakkar umsjónarmaður stýrihóps góðrar samvinnu við starfsfólk skóla á vinnslu spurningalistanna og góðra undirtekta við verkefninu Barnvænt sveitarfélag.
Janúar 2021: Spennandi tímar eru framundan þar sem sviðin innan Ráðhúss Borgarbyggðar, stjórn UMSB og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar fá kynningu á barnasáttmálanum og megin tilgangi verkefnisins Barnvænt sveitarfélag. Því næst kemur sveitarstjórn til með að sitja hálfs dags námskeið hjá UNICEF um barnasáttmálan og megin tilgang þessa verkefnis sem innleiðingin er. Meðal annars hvernig best er að flétta barnasáttmálan í stjórnsýsluna.
Svo fá allir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins námskeið hjá UNICEF á sameiginlegum starfsdegi í mars.
Febrúar 2021: Byggðarráð fékk námskeið hjá UNICEF.
Mars 2021: Allir leik- og grunnskólar sveitarfélagsins sátu námskeið hjá UNICEF. Spurningalistum lokað og niðurstöður teknar saman.
Öll svið Ráðhússins fengu fræðslu á verkefninu. Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar fékk örfræðslu á verkefninu.
Apríl 2021: Stjórn UMSB fékk örfræðslu á verkefninu. Skref þrjú í innleiðingarferlinu, sem er fræðsla, hefur gengið vel og er vel á veg komin. Fyrsti stýrihópsfundur verkefnisins með nýjum hópmeðlimum verður í lok mánaðars þar sem niðurstöður spurningalistans verða kynntar, mæliborð skoðað og hugmyndir að aðgerðaáætlunar út frá því viðraðar.
Skjalasafn
Kynning á barnvænni Borgarbyggð
Erindisbréf stýrihóps verkefnisins Barnvænt sveitarfélag
Innleiðingarferlið
Innleiðing Barnasáttmálans felur í sér átta skref sem miða að því að virða og uppfylla réttindi barna. Borgarbyggð hefur lokið fyrsta skrefinu en í því felst að sveitarstjórn tekur formlega, pólitíska ákvörðun um að innleiða Barnasáttmálann og stofnaður hefur verið stýrihópur verkefnisins. Stýrihópurinn ber ábyrgð á innleiðingu skrefanna átta. Ef sveitarfélagið ætlar að óska eftir formlegri viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag ber stýrihópurinn jafnframt ábyrgð á samskiptum við UNICEF.*
Unnið er markvisst af því að ljúka seinna skrefinu en í því felst að kortleggja réttindi og velferð barna í sveitarfélaginu. Kortlagningin er grunnurinn að aðgerðaáætlun sveitarfélagsins og samanstendur af spurningalistum sem lagðir eru fyrir börn og foreldra í sveitarfélaginu, tölfræðigögnum sem þegar eru til staðar um lífsskilyrði barna og svörum stýrihópsins við gátlistum barnvænna sveitarfélaga. Í kjölfarið stendur sveitarfélagið fyrir samráði með börnum og ungmennum þar sem markvisst er leitað eftir skoðunum þeirra og viðhorfum á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim og hvernig hægt sé að bæta hana og tryggja réttindi ólíkra hópa barna betur.*
*Tekið af síðu Barnvæn sveitarfélög 7. maí 2020