Hugmyndin
Það er fagnaðarefni og ánægjuleg tímamót í hverju samfélagi þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn og Borgarbyggð vill leggja sitt af mörkum til að taka vel á móti nýjum einstaklingum. Innan þriggja mánaða frá fæðingu barns fá foreldrar barnapakka með ýmsum nauðsynjavörum og er markmið barnapakkans að létta undir með foreldrum á þessum skemmtilegu en eflaust krefjandi tímum.
Hugmyndin af þessu verkefni er fengin frá Finnlandi og Noregi.
Barnapakki Borgarbyggðar var fyrst afhentur á Heilsugæslunni í Borgarnesi miðvikudaginn 13. febrúar 2019.
Barnapakki Borgarbyggðar og Öldunnar er lítið framlag sveitarfélagsins og samstarfsaðila til að létta undir með ykkur á þessum tímamótum. Barnapakkanum fylgja hamingjuóskir og vonir um bjarta framtíð.
Barnapakkinn samanstendur í dag af: Þvottastykki og saumuðum leikskólapoka frá Öldunni, prjónuð þvottastykki í boði Vinnustofunnar í Brákarhlíð
Ásamt því hafa eftirtaldir aðilar hafa tekið höndum saman fyrir Barnapakka Borgarbyggðar gefa 10.000 kr. inneign hjá eftirtöldum þjónustuaðilum:
- Kaupfélag Borgfirðinga
- Hár center
- Fok
- Hársnyrting Dagnýjar
- Bara Bistro
- Gunnhildur Lind ljósmyndari
- Metabolic Borgarnes
- Nuddstofa Margrétar
- Apótek Vesturlands
- Brúartorg
Aldan, verndaður vinnustaður í Borgarbyggð, annast utanumhald á þessu verkefni í samstarfi við starfsfólk ungbarnaeftirlits Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi. Þeir aðilar sem standa að Barnapakka Borgarbyggðar bjóða nýjan einstakling velkominn og óska honum og foreldrum hans alls hins besta. Með kærri kveðju Aldan og Borgarbyggð
Hægt er að nálgast barnapakkana hjá Öldunni fyrir börn fædd 2024 – 2025.
Með kærri kveðju Aldan og Borgarbyggð
Borgarbyggð og samstarfsaðilar um Barnapakka Borgarbyggðar bjóða nýjan einstakling velkominn og óska honum og foreldrum hans alls hins besta.