Sýningaropnun 7. nóv. kl. 13:30 – 15:00 í Safnahúsi: „Nærsamfélag og náttúra“

Í Safnahúsi Borgarfjarðar verður sýningaropnun á STEAM nemendasýningu Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 13:30 – 15:00. STEAM nám er samþætting vísnda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði.  Markmið þess er að nemendur vinni með þekkingu sína úr ólíkum fögum. Sýningin ber heitið „Nærsamfélag og náttúra“ en alls eru það 44 nemendur sem koma að þessarri sýningu og höfðu þau tækifæri …

Á MÓTI STRAUMNUM – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:oo – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness.  Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …

„Módelin hans Guðmundar“ (Muddur) Sýningaropnun 11. janúar n.k.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal.  Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …