Í tilefni af Kvennafrídeginum og að í ár eru 50 ár síðan konur á Íslandi lögðu niður vinnu sína og hópuðust saman til að mótmæla óréttlátum launamun kynjanna hafa almenningsbókasöfn um land allt sameinað krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna.
Við í Safnahúsinu erum þátttakendur í þessu verkefni og bjóðum öllum sem vilja að koma til okkar á fimmtudaginn 23. október kl. 20:00 á opinn hlaðvarpsþátt í umsjón Sigrúnar Elíasdóttur sagnfræðings og rithöfundar og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur um skáldkonuna Auði Haralds.
Skáldkonan Auður Haralds var þekktust fyrir kaldhæðnar lýsingar á mönnum og málefnum, sem stundum féllu í grýttan jarðveg samtímans. Ekki síst vegna þess að hún nýtti húmorinn óspart til að gera grín að ýmsum samfélagsmeinum sem sérstaklega snéru að konum.
Hlaðvarpið Myrka Ísland bregður sér í feminískan búning og breytir aðeins um viðfangsefni frá hefðbundnum hörmungum. Njótum notalegrar stemningar þar sem Sigrún segir Önnu frá verkum og ævi stórmeistarans Auði Haralds í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Hér er hægt að sjá upplýsingar um fleiri viðburði þessu tengdu https://kvennaar.is/vidburdayfirlit/
