ÖSKUDAGSBÚNINGAR – skiptimarkaður í Safnahúsinu

Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess.  Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn. Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur.   Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200  –  www.safnahus.is, …

“Módelin hans Guðmundar” (Muddur) Sýningaropnun 11. janúar n.k.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal.  Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …

Á Þorláksmessu í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu, laugardaginn 23. desember, kl. 11:00 – 14:00.  Boðið verður upp á notalega samveru og einnig aðstoð við að pakka inn jólagjöfum.   Klukkan 13:00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi, ásamt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði, að leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á meðan við klárum að …

Jól í nýju landi

  Í Safnahús Borgarfjarðar miðvikudaginn 13. desember kl. 17:00 fáum við til okkar íbúa af svæðinu sem eiga það sameiginlegt að hafa flust hingað til Borgarbyggðar frá öðru landi.  Þeir ætla að segja frá upplifun sinni af því að halda jól á Íslandi og hvernig þeir hafa tekið inn nýjar hefðir eða endurhugsað gamlar. Þetta eru þær:    Tetiana Rets …

Myndamorgunn í Safnahúsi

Föstudaginn 1. desember 2023, milli kl. 10:00 – 12:00, verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!

Ljóð að láni

Við í Safnahúsinu ætlum að gleðjast á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og bjóðum ykkur velkomin á kíkja við hjá okkur. Á bókasafninu verður í tilefni dagsins ýmislegt skemmtilegt í boði tengt tungumálinu. Hægt verður til að mynda að fá að láni ljóða upplestur. Það felur í sér upplestur starfsmanna á íslenskum ljóðum í fallegu umhverfi Pállssafns. Upplesturinn er hugsaður …

Myndamorgun

Föstudaginn 17. nóvember 2023 kl. 10.00 verður hér í Safnahúsinu myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!“

IN MEMORIAM – SÝNINGAROPNUN

4. NÓVEMBER 2023 Sýningaropnun í Safnahússi Borgarfjarðar, verk eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson. Á myndlistarsýningunni verða sýndir skúlptúrar byggðir á sögum Egils Skallagrímssonar sem Stefán Geir skapaði skömmu áður en hann féll frá, auk málverka frá því hann lét draum sinn rætast og stundaði myndlistarnám í Danmörku. Opnunin stendur frá 14.00 – 17.00. Allir velkomnir og frítt inn.