Sýningaropnun 7. nóv. kl. 13:30 – 15:00 í Safnahúsi: „Nærsamfélag og náttúra“

Í Safnahúsi Borgarfjarðar verður sýningaropnun á STEAM nemendasýningu Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 13:30 – 15:00. STEAM nám er samþætting vísnda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði.  Markmið þess er að nemendur vinni með þekkingu sína úr ólíkum fögum. Sýningin ber heitið „Nærsamfélag og náttúra“ en alls eru það 44 nemendur sem koma að þessarri sýningu og höfðu þau tækifæri …

Hefur þú séð huldufólk? Söfnun frásagna fer fram í Safnahúsi.

Laugardaginn 26. október n.k., milli kl. 12:00 – 14:00, gefst gestum Safnahúss Borgarfjarðar tækifæri til að koma og segja frá kynnum sínum af huldufólki.  Olgeir Helgi Ragnarsson verður á staðnum og spjallar við fólk um þessi málefni og skráir niður þær frásagnir sem fólk vill að varðveitist. Þetta er hluti af verkefni Heiðar H. Hjartardóttur, „Álfa minni“, sem gengur út …

Álfaspjall með Bryndísi Fjólu í Safnahúsi

Fimmtudaginn 24. október klukkan 18:00 kemur til okkar í Safnahús Borgarfjarðar Bryndís Fjóla Pétursdóttir og segir frá verkefni sínu „Huldustígur“, sem gengur m.a. út á að efla tengsl og vitund um hulduheima, að efla skilning á rótum okkar og efla vellíðan í eigin umhverfi. Jafnframt er hluti af verkefninu að safna frásögnum og upplifunum fólks af samskiptum sínum við hulduverur.  …

Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar

Föstudaginn 18. október 2024, milli kl. 10:00 – 12:00  verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins.   Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Fyrsti myndamorgunn vetrarins á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 4. október 2024, milli kl. 10:00 – 12:00   verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins.   Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Erindi um erfðaskrár og kaupmála þriðjud. 24/9 kl. 18:00

Þriðjudaginn 24. september kl. 18:00 kemur til okkar í Safnahúsið, lögmaðurinn Flosi Hrafn Sigurðsson, með erindi um kosti þess að gera erfðaskrá og kaupmála. Margbreytilegar fjölskyldusamsetningar geta kallað á forsjárhyggju er varðar erfða- og eignarétt og gott getur verið að  hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Flosi Hrafn fer yfir helstu álitaefni og aðstæður þar sem ástæða þykir …

Bókakynning Í Safnahúsi Borgarfjarðar 18. sept. kl.20:00

Kynntar verða tvær nýútkomnar bækur. „Fjórir snillingar“;  Helgi Bjarnason kynnir aðra bók sína í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði.  Hún fjallar um ævi og störf nokkurra áhugaverða einstaklinga sem sett hafa svip á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum.  Útgefandi er Helgi sjálfur. „Búverk og breyttir tímar“;  Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, kynnir bók sína sem fjallar um búnaðarsögu þjóðarinnar.  Að …

Kynning á væntanlegri bók um síðustu hestasveinana á Víghól / e. Stefán Þórarinsson

Í Safnahúsi Borgarfjarðar laugardaginn 7. september n.k., milli kl. 11:00 – 12:00, verður Stefán Þórarinsson með kynningu á væntanlegri bók sinni um síðustu hestasveinana á Víghól í Kjarrá. Meðfylgjandi mynd er tekin við Réttarhyl hjá Víghóli og á  myndinni eru Einar Pétursson, forstjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts í Sundagörðum í Reykjavík og Guðmundur Jónsson, frá Þorgautsstöðum.   Verið hjartanlega velkomin! Frítt inn …