MYNDAMORGUNN Á HÉRAÐSSKJALASAFNI BORGARFJARÐAR

Föstudaginn 5. apríl 2024, milli kl. 10.00-12.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Páskafjör í Safnahúsinu miðvikudaginn 27. mars n.k.

Miðvikudaginn fyrir páska, milli kl. 15:00 – 17:00, verðum við í Safnahúsinu með föndurhorn fyrir fjölskylduna þar sem hægt verður að perla og föndra allskonar fallegt og skemmtilegt. __ Páskaeggjaleit verður síðan kl. 16.00 fyrir yngstu gestina. Leikreglur kynntar fyrir gestum rétt áður en leitin hefst. __ Verið velkomin! Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes

Vilborg Davíðsdóttir – bókaspjall í Safnahúsinu þriðjudaginn 19. mars n.k.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar, n.k. þriðjudag 19. mars. kl. 20:00, verður Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, með erindi þar sem hún mun segja frá nýjustu bók sinni “Land næturinnar”, frá sögusviði bókarinnar og rannsóknum í kringum skrifin á bókinni, en einnig hvernig þessi bók tengist fyrri bókum höfundar.   Allir velkomnir og heitt á könnunni.   Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 1. mars 2024, milli kl. 10:00 – 12:00   verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Verið velkomin í vetrarfríinu!

Safnahúsið er góður valkostur í vetrarfríinu 26.-27. febrúar. Hér verður hægt að: Skoða bækur, föndra, spila, tefla púsla, lita, vefa skoða og búa til listaverk. Nú, eða slaka á. Þetta er jú frí! Verið velkomin á Bjarnabraut 4-6, þessa daga sem alla hina, Opið 10-17 alla virka daga og 11-14 á laugardögum.

Langar þig að perla “Lífið er núna” – armbönd?

KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum  – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.   Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00 Kaffi, …

Á MÓTI STRAUMNUM – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:oo – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness.  Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …