Miðvikudaginn 28. maí n.k., kl. 20:00 munu koma til okkar í Safnahúsið tveir góðir gestir og ræða um íslenskar glæpasögur. Viðburðurinn er í samstarfi við „Hið íslenska glæpafélag“ (félag rithöfunda, þýðenda og fræðafólks um viðgang íslenskra glæpasagna). Eliza Reid segir okkur frá bókinni sinni „Diplómati deyr“, sem er hennar fyrsta skáldsaga. Spennandi og líflega skrifuð glæpasaga þar sem hvert leyndarmálið …
HUGHRIFIN OKKAR – sýningaropnun laugardaginn 17. maí, kl. 14:00
Að þessarri sýningu standa þrjár listakonur, sem allar búa í Borgarbyggð, en það eru þær Snjólaug Guðmundsdóttir, Hulda Biering og Svanheiður Ingimundardóttir. Þær hafa allar mikla reynslu og fjölbreytta menntun á sviði lista og leita víða fanga í listsköpun sinni. Áhugi á listum og listsköpun er það sem sameinar þessar konur og bindur þær vináttuböndum. Sköpun þeirra í list er …
MYNDAMORGUNN Á HÉRAÐSSKJALASAFNI BORGARFJARÐAR
Föstudaginn 9. maí 2025, milli kl. 10:00 – 12:00 verður myndamorgunn þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Á meðfylgjandi mynd sést Þiðrik Baldvinsson að tína rusl. Ljósmynd: Júlíus Axelsson Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Myndamorgunn í Safnahúsi
Föstudaginn 11. apríl 2025, milli kl. 10:00 – 12:00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Meðfylgjandi ljósmynd var í eigu Sigurðar Guðsteinssonar í Borgarnesi. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Í dag er Safnamoli á Safnahúsinu!
Í dag, þriðjudaginn 8. apríl, er nýr Safnamoli hjá okkur í Safnahúsinu kl. 15:00 – 16:00. Að þessu sinni ætlar Þórunn Kjartansdóttir að fjalla um ástarbréf erlendra hermanna sem finna má í skjalaöskjum Héraðsskjalasafnsins. Þetta er jafnframt síðasti Safnamolinn á þessum vetri, en við tökum svo upp þráðinn aftur í haust. Verið hjartanlega velkomin! Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, …
Leitað eftir 5 ára þátttakendum fyrir ljósmyndasýningu
Safnahús Borgarfjarðar leitar eftir þátttakendum í ljósmyndaverkefni í tengslum við Barnamenningarhátíðina Ok. Við óskum eftir að fá börn á fimmta ári til að taka fyrir okkur ljósmyndir af vatni í umhverfi sínu. Þátttakendur fá einnota myndavél sem þeir svo skila aftur til okkar fyrir 16. apríl. Við veljum síðan úr myndir sem verða á sýningu í Safnahúsinu 5. – …
Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
Föstudaginn 21. mars 2025, milli kl. 10:00 – 12:00 verður í Safnahúsi Borgarfjarðar myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Meðfylgjandi mynd kemur frá Þráni Kristjánssyni og er úr búi foreldra hans sem bjuggu á Gunnlaugsstöðum. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
SVAKALEG SÖGUSMIÐJA á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar
Laugardaginn 8. mars verður á bókasafninu SVAKALEG SÖGUSMIÐJA fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Frítt er inn fyrir alla – en nauðsynlegt fyrir áhugasama krakka að skrá sig. Sendu tölvupóst á safnahus@safnahus.is til að skrá þig. ÖLL VELKOMIN! Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnes
Skiptimarkaður – öskudagur í næstu viku!
Eru einhver vandræði með að finna búning fyrir öskudaginn? Við í Safnahúsinu erum búin að draga fram búningaslánna. Frá og með föstudeginum 28. febrúar og fram til öskudags er hægt að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna aðra búninga og furðuföt fyrir öskudaginn. Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur. …
Sýningin „Eitt andartak“ – Jóhanna mætir á morgun, laugardag 1. mars
Þessi fallega sýning er ennþá í gangi hjá okkur. Á morgun, laugardaginn 1. mars, verður listakonan Jóhanna Sveinsdóttir við milli kl. 11:30 – 14:00, fyrir áhugasama. Jóhanna mun mæta með eina glænýja dúkristu, sem er þrykkt í upplagi – og nýjar silkislæður, sem gerðar eru eftir myndunum hennar – eða hlutum úr þeim. Léttar veitingar í boði Jóhönnu á …