Í tilefni af Kvennafrídeginum og að í ár eru 50 ár síðan konur á Íslandi lögðu niður vinnu sína og hópuðust saman til að mótmæla óréttlátum launamun kynjanna hafa almenningsbókasöfn um land allt sameinað krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna. Við í Safnahúsinu erum þátttakendur í þessu verkefni og bjóðum öllum sem vilja að koma …
Vel heppnað tónlistarbingó
Á síðasta laugardag, 18. október, var stórskemmtilegt tónlistarbingó hér í Safnahúsinu. Fyrir þá sem vilja spreyta sig heima fyrir með fjölskyldu og vinum er slóð á lagalistann sem við settum saman og líka listi yfir þau lög sem sett voru upp í bingóinu. Lagalisti TónlistarbingóBarna
Myndamorgunn föstudaginn 17. ágúst n.k. á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
Föstudaginn 17. október 2025, milli kl. 10:00 – 12:00, verður myndamorgunn þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Meðfylgjandi ljósmynd er úr safni Vigdísar Auðunsdóttur og Eyþórs Kristjánssonar. Upplýsingar vantar um ljósmyndina. Verið öll velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
BARNÓ í Safnahúsi
Nú er runnin af stað sameiginleg barnamenningarhátíð á öllu Vesturlandi og það verður því nóg um að vera fyrir börn í fjórðungnum næstu vikurnar. Við í Safnahúsi Borgarfjarðar látum ekki okkar eftir liggja enda umhugað um barnamenningu og líf og fjör á söfnunum okkar. Á sunnudaginn 12. október verður listasmiðja með listakonunni Jurgita Motiejunaite hér í Safnahúsinu kl. 13:00 – …
Ef ég væri birkitré
Í dag, 6. október, fengum við í Safnahúsinu góðan gest, Hildi Hákonardóttur sem kom færandi hendi og gaf safninu eintak af nýju bókinni sinni, Ef ég væri birkitré. Var það einkar viðeigandi þar sem eitt af þeim verkum sem eru á sýningunni Breytingar á norðurslóðum sem nú er til sýnis hjá okkur varpar einmitt fram þessari spurningu til gesta og …
Fyrsti myndamorgunn haustsins 3. október
Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar Föstudaginn 3. október 2025, milli kl. 10:00-12:00 verður myndamorgunn þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Meðfylgjandi ljósmynd er tekin í september 1947 við Rauðsgilsrétt. Ljósmyndari: Bjarni Árnason frá Brennistöðum. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Það er sumar – Taktur og texti
Nú þegar haustið hefur að fullu hafið innreið sína er gott að horfa um öxl og ilja sér við minningar um sumarið sem leið. Hér er hægt að hlýða á lagið Það er sumar sem 12 hressir krakkar sömdu í tónlistarmiðjunni Taktur og texti sem fór fram í Safnahúsinu í lok sumars. Það voru þau Steinunn Jónsdóttir, Ragga Holm og …
Bókakvöld þriðjud. 23. sept. kl. 20:00 – „Bóhem úr Bæjarsveit“
Þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 kemur til okkar í Safnahúsið blaðamaðurinn kunni Helgi Bjarnason og kynnir bók sína „Bóhem úr Bæjarsveit“. Er þetta þriðja bókin í bókaflokknum Sagnaþættir úr Borgarfirði. Í bókinni segir Helgi frá Þorsteini Björnssyni frá Bæ í Bæjarsveit. Þorsteinn var guðfræðingur, skáld og rithöfundur, sem ávallt kenndi sig við æskustöðvar sínar, Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Segja …
Breytingar á Norðurslóðum – Stefnumót lista og vísinda
Ný sýning opnar hjá okkur í Safnahúsinu 5. september undir yfirskriftinni Breytingar á Norðurslóðum í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS). Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki sem á það sameiginlegt að vinna að því að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað á Norðurslóðum. Þau tengja saman listir og vísindi og með því leitast hópurinn …
Glæpastund í Safnahúsi – öllum óhætt
Miðvikudaginn 28. maí n.k., kl. 20:00 munu koma til okkar í Safnahúsið tveir góðir gestir og ræða um íslenskar glæpasögur. Viðburðurinn er í samstarfi við „Hið íslenska glæpafélag“ (félag rithöfunda, þýðenda og fræðafólks um viðgang íslenskra glæpasagna). Eliza Reid segir okkur frá bókinni sinni „Diplómati deyr“, sem er hennar fyrsta skáldsaga. Spennandi og líflega skrifuð glæpasaga þar sem hvert leyndarmálið …









