Kynning á væntanlegri bók um síðustu hestasveinana á Víghól / e. Stefán Þórarinsson

Í Safnahúsi Borgarfjarðar laugardaginn 7. september n.k., milli kl. 11:00 – 12:00, verður Stefán Þórarinsson með kynningu á væntanlegri bók sinni um síðustu hestasveinana á Víghól í Kjarrá. Meðfylgjandi mynd er tekin við Réttarhyl hjá Víghóli og á  myndinni eru Einar Pétursson, forstjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts í Sundagörðum í Reykjavík og Guðmundur Jónsson, frá Þorgautsstöðum.   Verið hjartanlega velkomin! Frítt inn …

LESTRARHETJAN – sumarlestur fer af stað!

Lestraráskorun og ofurhetjuspil ….. Við verðum að sjálfsögðu með sumarlestursátakið í sumar líkt og fyrri ár. Í sumar taka almenningsbókasöfnin sig saman víða um land og geta þátttakendur fengið lestrarhefti með sex lestraráskoranir sem þátttakendur velja sér sjálfir í samráði við foreldri/forráðamenn. Eftir hverja áskorun heimsækir lestrarhetjan bókasafnið og fær límmiða til að líma á spilaborð, en sérstakt ofurhetjuspil fylgir …

EGILS SÖGU – verkefnið, sýningaropnun 1. júní kl. 14:00

Í Safnahúsi Borgarfjarðar mun sýningin, “Egilssögu-verkefnið” eftir Szymon Gozdecki, standa yfir frá 1. júní – 3. júlí 2024. Laugardaginn 1. júní er sýningaropnun kl. 14:00 – 16:00. Frítt inn og frítt snarl.   VERIÐ VELKOMIN! Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes

Í DAGSINS ÖNN – framþróun í heimilistækjum um miðja 20. öld

Næstkomandi laugardag, þann 18.maí, er Alþjóðlegi safnadagurinn og í því tilefni opnar Safnahús Borgarfjarðar sumarsýningu sína ” Í dagsins önn”. Sýningin er tileinkuð heimilinu og þeim miklu framförum sem urðu með tilurð fjöldaframleiðslu tækja og rafvæðingar fyrir heimili landsins í kringum miðja síðustu öld. Velt er upp spurningum um áhrif þessara breytinga á hlutverk húsmóðurinnar. Sýningaropnun er milli kl. 13:00 …

LÍF OG FJÖR Í SAFNAHÚSINU!

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 manns sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum. Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem …

PRINSESSU STUND. Sögustund á íslensku og spænsku laugardaginn 4. maí kl. 12:00 í Safnahúsi Borgarfjarðar

Á laugardaginn 4. maí kl. 12.00 koma í heimsókn í Safnahús Borgarfjarðar sögupersónur úr Frozen ævintýrinu og lesa fyrir börn, bæði á íslensku og spænsku.  Síðan verða föndraðar kórónur. Únase a la familia de la nieve para disfrutar de una hora de cuentos y manualidades en Safnahús Borgarfjarðar.  La Reina de las Nieves leerá en su mejor islandés, la Princesa …

Sérstakir gestir verða á myndamorgni hjá Héraðskjalasafninu n.k. föstudag

Föstudaginn 19. apríl milli kl. 10:00 – 12:00 er myndamorgunn hjá Héraðskjalasafni Borgarfjarðar og koma til okkar sérstakir gestir.  Þeir Óskar Jóhann Óskarsson og Friðrik Þór Guðmundsson munu sýna Borgarnes myndir og aðrar myndir frá afa þeirra, Friðriki Þorvaldssyni.  Friðrik átti heima lengi vel í Borgarnesi og lét til sín taka í samfélaginu á mörgum sviðum, en hafði einnig mikinn …