Öflugt kórastarf er víðsvegar í sveitarfélaginu og því um að gera að drífa sig og mæta á æfingar, því það er sannarlega bæði gaman og gefandi. Stærstu kórarnir í sveitarfélaginu eru eftirfarandi: Freyjukórinn, Karlakórinn Söngbræður, Reykholtskórinn og kirkjukórinn í Borgarnesi.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við kórstjóra í gegnum Facebook síðu kóranna.