Sundlaugin á Varmalandi er opin almenningi á sumrin, þá er einnig rekið tjaldsvæði á svæðinu.
Íþróttamiðstöðin á Varmalandi er fyrst og fremst skólamannvirki á veturna en almenningur getur komist í þreksal, heitan pott og sundlaug á skólatíma verði því við komið vegna kennslu.
Æfingar hjá Ungmennafélagi Stafholtstungna eru seinni part dags og auglýstar sérstaklega í Grunnskóla Borgarfjarðar og víðar.
Félagsheimilið Þinghamar er leigt út fyrir ýmiss tilefni (t.d. ættarmót).
Sumaropnun Varmaland
8.júní – 18.ágúst opið alla daga : kl.14:00 – 20:00.