Dýrahald

Í Borgarbyggð er heimilt að halda hunda og ketti í þéttbýli og þarf að sækja um leyfi til þess til sveitarfélagsins. Öll gæludýr, í þéttbýli og dreifbýli er þó skylt að einstaklingsmerkja og skrá í miðlægan gagnagrunn sem Matvælastofnun samþykkir. Sótt er um leyfi til gæludýrahalds á Þjónustugátt Borgarbyggðar.

Hundagerði er í Borgarnesi, staðsett við Hringveg, milli leikskólans Klettaborgar og tjaldsvæðis bæjarins. Hundaeigendur geta þar leikið sér við hunda sína og leyft þeim að ganga frjálsum.  Æskilegt er að hundaeigendur leggi bílum sínum við leikskólann.

Gæludýraeftirlit er í höndum áhaldahúss. Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum til verkstjóra áhaldahúss í síma 892 5678. Allar auglýsingar um gæludýr í óskilum eru birtar ásamt myndum á Facebooksíðu Áhaldahússins

Dýralæknar eru nokkrir starfandi í sveitarfélaginu og er vaktsími dýralæknis Matvælastofnunar 878-0800.