Umsókn
Sótt er um grunn- og leikskóladvöl á vef Borgarbyggðar, þjónustugátt.
Barn í leikskóla getur verið á biðlista þótt lögheimili sé annars staðar.
Vegna tímabundinna dvala barna með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er farið eftir viðmiðunarreglum Borgarbyggðar vegna skóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.
Úthlutun /innritun í leikskóla
Farið er eftir aldursröð í úthlutun. Systkini hafa forval í þann leikskóla sem eldra systkini er í þegar að úthlutun er komið skv. aldursröð.
Innritun
Grunnskólastjóri eða leikskólastjóri tilkynnir foreldrum hvenær barnið getur hafið skólagöngu. Í leikskólum er það að jafnaði eigi síðar en fjórum vikum áður en leikskóladvöl hefst. Staðfesta þarf dvölina hjá leikskólastjóra innan 10 daga frá því að tilkynning berst.
Uppsagnarfrestur í leikskólum
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Uppsögn skal vera skrifleg og skilast til leikskólastjóra á þar til gerðu eyðublaði. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl.
Leikskólagjöld
Gjald fyrir dvöl á leikskóla er innheimt fyrirfram. Leikskólagjöld eru innheimt í ellefu mánuði á ári. Gjaldskrá leikskóla er endurskoðuð árlega og tekur sveitarstjórn ákvörðun um breytingar á henni. Gjaldskrá leikskóla er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar og hér.
Gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar má sjá undir Gjaldskrár.
Dvalartími
Leikskólar eru opnir virka daga kl. 07.45-16.30. Gerður er dvalarsamningur um dvöl barnsins á leikskólanum. Hægt er að sækja um breytingu á dvalartíma hjá leikskólastjóra. Börn skulu taka fjögurra vikna sumarleyfi.
Starfsfólk leikskóla Borgarbyggðar er bundið þagnarskyldu.