Ungmennaráð Borgarbyggðar

Ungmennaráð Borgarbyggðar var stofnað haustið 2008 og hefur það sérstakt erindisbréf. Stjórnir nemendafélaga grunnskólanna, menntaskólans og ungmennahúss tilnefna sinn fulltrúa í ráðið.

Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks á aldrinum 15 til 20 ára og koma tillögum og skoðunum þessa aldurshóps á framfæri.

Ungmennaráð fundar reglulega og á sameiginlegan fund með sveitarstjórn árlega. Með þessu koma ungmenni sjónarmiðum sínum á framfæri og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum auk þess sem tengsl ungmenna í sveitarfélaginu aukast við stjórnkerfi þess.