Sumarfjör 2024

Borgarbyggð býður börnum á aldrinum 6-9 ára upp á skemmtileg og fjölbreytt sumarnámskeið. Sumarfjör er starfrækt í Borgarnesi og á Hvanneyri og boðið er upp á akstur frá Kleppjárnsreykjum og Baulu. Markmið Sumarfjörs er að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta afþreyingu og útiveru yfir sumarið. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, opnunartíma og gjaldskrá eru birt í lok apríl ár hvert. Vert er að taka fram að lokað er í tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi.

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð

Skráning í sumarfjörið hefst föstudaginn 3.mai kl 17:00 inn á http://sumar.vala.is

Boðið verður upp á vikunámskeið frá kl 9:00-16:00. Við stefnum á að bjóða upp á viðbótarfrístund
milli 8:00 og 9:00 sem skrá þarf sérstaklega í.

Sumarfjör er leikjanámskeið fyrir börn í 1.-4.bekk í Borgarbyggð. Hver vika í sumarfjörinu er
þematengd, en aðaláhersla er lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá sjáið þið í
meðfylgjandi skjali. Börn mæta með þrjú nesti fyrir daginn.
Í júní og júlí verður Sumarfjörið í Höllinni, sem eru nýju færanlegu kennslustofurnar á lóð Grunnskóla
Borgarnes. Í ágúst verður sumarfjörið í Kastalanum. Kastalinn er gamla UMSB húsið á
Skallagrímsgötu 7a.

Í ágúst eru börn fædd 2018 velkomið í sumarfjörið. Þau verða með aðstöðu í Höllinni.

Yfirumsjón með Sumarfjöri hefur Hugrún forstöðukona frístundar í Borgarbyggð og mun Guðrún
Katrín, starfsmaður frístundar í Borgarnesi vera umsjónarmaður sumarfjörs.
Starfsmenn í Sumarfjörinu eru Guðrún, Íris, Alina, Benjamín, Serrih & Salka.

Gjaldskrá:
Verð fyrir vikuna = 8.900 kr
*Birt með fyrirvara um samþykki sveitastjórnar.

Viðbótarstund fyrir vikuna frá kl 8:00 – 9:00 = 2.800 kr
Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem eru skráð sömu vikuna í Sumarfjör.

Sumarfjörið hefst 6. júní og lokadagur er 16 ágúst. Sumarfrí er 22 júlí – 5. ágúst og þá er lokað.

Boðið verður upp á rútuferðir á starfsstöð í byrjun dags og tilbaka seinnipartinn:
GBF- hringurinn: Baula (verslun), Kleppjárnsreykir (grunnskóli) og Hvanneyri (grunnskóli) –
Borgarnes (grunnskóli).
Bifröst: Rútuferðir kl 9:00 í Borgarnes og tilbaka kl 16:00 á Bifröst.
Mýrar: Stoppistöð er á Lynbrekku & Brúarfossi.

Lágmarkskráning í rútuferðir er fjórir. Ef skráning nær ekki þeim fjölda munum við leita annarra
lausnar. Haft verður sérstaklega samband við alla þá sem skrá í rútu og farið yfir nánari tímasetningar
og aðrar upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 26.mai. Mælum þó alltaf með að skrá sem fyrst þar sem fjöldatakmörk eru á
námskeiðunum. Ef námskeið fyllist er hægt að skrá barn á biðlista.
Símanúmer Sumarfjörs er 847-7997. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar
spurningar, erum einnig með netfangið sumarfjor@borgarbyggd.is

Kær kveðja,
Hugrún og Guðrún


Sumarfjör 2024

Dear parents/guardians of children in grades 1-4. class in Borgarbyggð

Registration for the Sumarfjör starts on Friday, May 3 at 17:00 at http://sumar.vala.is.

A weekly course will be offered from 9:00-16:00 and an additional session will be offered between
8:00 and 9:00 for which you must register separately.
Summarfjör is a activity for children in grades 1-4 in Borgarbyggð. Each week of Sumarfjör is themed,
but the main focus is on outdoor activities, games and fun. You can find more information about the
program in the attached document. Children arrive with three lunches for the day.

In June and July, Sumarfjör will be held in the Höllinni, which are the new classrooms on the grounds
of Borgarnes Primary School. In August, there will be summarfjör in the Kastali. Kastalinn is located
on Skallagrímsgata 7a.

In August, children born in 2018 are welcome to Sumarfjör.

Price:
Price for the week = 8,600 ISK
Additional hour for the week from 8:00 – 9:00 = ISK 2,800
Sibling discount is 50% for siblings who are registered the same week in Sumarfjör.

Sumarfjör starts on June 6 and ends on August 16.
Summer vacation is July 22 – August 5 and it is closed then.

Bus trips to Borgarnes will be offered at the beginning of the day and back in the afternoon:
Bus goes to Baula (shop), Kleppjárnsreykir (primary school) and Hvanneyri (primary school) –
Borgarnes (primary school).

Bifröst: Bus trips at 9:00 a.m. in Borgarnes and back at 4:00 p.m. to Bifröst.
Mýrar: The stop is at Lynbrekka & Brúarfoss
Minimum registration for bus trips is four persons. If participation is not achieved, other solutions
will be sought. All those who sign up for the bus will be contacted separately and detailed timetables
and other information will be reviewed.

The application deadline is May 26. However, we always recommend registering as soon as
possible, as the number of courses is limited. If a course fills up, you can register a child on a waiting
list.
Sumarfjör’s phone number is 847-7997. Do not hesitate to contact us if you have any questions, we
also have the email address sumarfjor@borgarbyggd.is

Kind regards,
Hugrún og Guðrún