Samþætt leiðarkerfi

Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntaskóli Borgarfjarðar og Vegagerðin standa fyrir samstarfsverkefni sem snýr að samþættu leiðakerfi í sveitarfélaginu. Um er að ræða tilraunarverkefni styrkt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Styrkurinn er sem nemur 12.000.000 kr. og deilist á tvö ár, 2021 og 2022.

Það er mikil ánægja að geta loksins boðið upp á þessa þjónustuviðbót fyrir íbúa sveitarfélagsins og eykur jöfnuð til náms í heimabyggð. Borgarbyggð hefur breytt reglum um skólaakstur og aðrir en grunnskólabörn geta nú nýtt skólabílana í uppsveitum Borgarfjarðar og Mýrum. Vegagerðin og Strætó hafa bætt við leiðum í leiðakerfinu sínu og er því nú ekið alla virka daga yfir vetratímann. Menntaskóli Borgarfjarðar og Borgarbyggð styðja við verkefnið með fjárframlagi og það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem halda utan um verkefnið.

Hér fyrir neðan má finna spurningar og svör um verkefnið.

Skilgreiningar
Skólabílaakstur: Hér er um að ræða leiðir sem fara frá heimilum að grunnskóladeildum. Ekki verða gerða breytingar á akstursleiðum skólabílana. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér ferðirnar verða að panta sér ferð í bílana og mæla sér þannig mót við bílstjórana.
Morgunleið: Strætó aksturleiðs nr. 63 og 64 frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum í Borgarnes.
Síðdegisleið: Strætó akstursleið nr. 81 frá Borgarnesi í uppsveitir Borgarbyggðar.
Hvernig er leiðakerfið uppsett?
Nemendur og aðrir þeir sem hafa áhuga á að nýta sér aksturinn eiga þann möguleika á að nýta sér skólabílaakstur til að koma sér að grunnskóladeildum. Hvort sem um er að ræða að Grunnskólanum í Borgarnesi eða að Varmalandsdeild og Kleppjárnsreykjadeild, innan Grunnskóla Borgarfjarðar.
Strætó keyrir akstursleið frá Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeild í Borgarnes með viðkomu á Hvanneyri og Baulu. Um er að ræða morgunleiðir sem leggja af stað kl. 08:20 alla virka morgna.Upplýsingar um akstursleiðirnar eru að finna inn á straeto.is.

Morgunleiðirnar hjá Strætó eru:

  • Frá Varmalandi nr. 63.
  • Frá Kleppjárnsreykjum nr. 64

Síðdegisleiðin hjá Strætó er:

  • Frá Borgarnes leið nr. 81.
Hvenær leggja bílarnir af stað frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum?

Morgunleiðirnar leggja af stað frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum alla virka morgna kl. 08:20, þó aldrei fyrr en skólabílarnir eru komnir.

Ég bý á Mýrum og er ekki í grunnskóla, get ég nýtt mér þetta leiðarkerfi?

Já, þú getur farið með skólabílnum í Borgarnes. Borgarbyggð hefur breytt reglum um skólabíla og nú mega fleiri en grunnskólabörn nýta þetta úrræði.

Til þess að panta far með skólabílunum þarf að hafa samband við Borgarbyggð degi fyrir áætlaða ferð, til þess að hægt sé að ganga úr skugga um að laust pláss sé í bílnum.

Er morgunleiðin komin í Borgarnes áður en kennsla hefst í Menntaskóla Borgarfjarðar?

Já, kennsla í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst kl. 09:00. Gengið er út frá því að bílarnir séu komnir fyrir þann tíma.

Hvar stoppar morgunleiðin í Borgarnesi?

Akstursleiðin stoppar á N1 í Borgarnesi.

Hvar stoppar morgunleiðin á Hvanneyri?

Strætó stoppar við Hvanneyragötu 8B, það er strætómerki við stoppistöðina.

Get ég sent leikskólabarn með skólabílnum?

Nei, einungis er um að ræða úrræði fyrir grunnskólabörn, menntaskólanema og fullorðna.

Getur hver sem er nýtt sér þetta leiðarkerfi?

Íbúar geta nýtt sér leiðarkerfið sem fer frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Til að nýta sér skólabílaakstur þarf hins vegar að panta sér ferð enda takmarkaður sætafjöldi í þeim bílum.

Hvernig kaupi ég miða?

Það er hægt að kaupa miða á heimasíðu Strætó, www.straeto.is, í Strætó-appinu og í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Hvað kostar stök ferð?
Gjaldskrá Strætó má finna hér.
Hvernig kaupi ég áskrift?
Það er hægt að kaupa áskrift í Strætó-appinu og inn á heimasíðu Strætó, www.straeto.is.
Er gæsla í bílnum?

Skólabílstjórar sjá um gæslu í skólabílum líkt og gert er ráð fyrir í venjubundnum skólaakstri. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á því fyrirkomulagi enda ekki mörg laus sæti og því ekki gert ráð fyrir miklum auknum fjölda annarra farþega á þeim leiðum. Við minnum einnig á að þeir sem hafa hugsað sér að nýta þær ferðir þurfa að panta sér far með skólabílunum. Er þetta fyrst og fremst hugsað sem þjónustuviðbót fyrir nemendur sem sækja Menntaskólann í Borgarnesi.

Hvað varðar morgun- og síðdegisleiðirnar er fyrirkomulagið ekki frábrugðið öðrum hefðbundnum strætóleiðum hvað þetta varðar og því engin gæsla.

Þessi hlið á málinu hefur verið rædd og það er ekki verið að gera ráð fyrir því að skólabílarnir séu í leiðarkerfi Strætó, hér er átt við þær leiðir sem Strætó er almennt að bæta við frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum.

Er akstur þegar grunnskólinn er í fríi?

Nei, það er ekki akstur þegar grunnskólinn er í fríi. Þetta á við um sumarfrí, vetrarfrí, páskafrí, jólafrí og skipulagsdagar.

Hvernig panta ég mér far með skólabílnum?

Til að panta far með bílunum þarf að hafa samband við þjónustuver Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is.

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá 9:30-15:00

Athugið að fyrirkomulagið getur tekið breytingum.