Eignasjóður

Eignasjóður Borgarbyggðar ber ábyrgð á umsýslu húseigna sveitarfélagsins. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir innri leigu í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér, s.s. fjármagnskostnað vegna viðkomandi fasteignar, afskriftir, skatta, tryggingar, viðhaldskostnað fasteignar og lóðar, auk eðilegrar þóknunar eignasjóðs fyrir umsýslu. Leigutekjur eignasjóðs skulu standa undir rekstri einstakra eigna.

Markmið Eignasjóðs

  • Að veita notendum húsnæðis í eigu Borgarbyggðar góða þjónustu
  • Að sjá um viðhald húsnæðis í eigu Borgarbyggðar með kerfisbundnum hætti
  • Að sjá til þess að framkvæmdir séu í samræmi við tíma- fjárhags- og kostnaðaráætlanir hverju sinni

Helstu flokkar fasteigna í umsjón Eignasjóðs

  • Grunnskólar
  • Leikskólar
  • Íþróttahús
  • Menningarhús
  • Skrifstofuhúsnæði
  • Slökkvistöðvar
  • Félagslegt leiguhúsnæði
  • Félagsheimili
  • Fjallhús

Fasteignir í umsjón Eignasjóðs

Grunnskólar:

  • Grunnskólinn í Borgarnesi
  • Grunnskóli Borgarfjarðar Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri

Leikskólar:

  • Ugluklettur Borgarnesi
  • Klettaborg Borgarnesi
  • Hraunborg Bifröst
  • Hnoðraból Reykholtsdal
  • Andabær Hvanneyri

Tónlistarskóli:

  • Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Íþróttir- og tómstundir:

  • Óðal félagsmiðstöð Borgarnesi
  • Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
  • Íþróttamiðstöðin á Varmalandi
  • Íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum

Félagsleg þjónusta:

  • Félagsaðstaða eldri borgara Borgarnesi.
  • Félagslegar íbúðir; 22 í árslok 2021. Alls eru 14 almennar leiguíbúðir, fjórar leiguíbúðir fyrir aldraða og fjórar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk.
  • Þjónustuíbúðir fyrir aldraða og öryrkja.  Reknar eru þjónustuíbúðir að Borgarbraut 65a og í Ánahlíð í Borgarnesi.
  • Aldan og Dósamóttakan á Sólbakka.

Slökkvilið:

  • Slökkvistöð í Borgarnesi
  • Slökkvistöð í Reykholti

Ráðhús:

  • Ráðhúsið á Digranesgötu 2

Áhaldahús:

  • Áhaldahúsið á Sólbakka 4.

Menning:

  • Hjálmaklettur; Mennta- og menningarhús Borgarnesi.
  • Safnahús Borgarnesi, geymslur á Sólbakka.

Félagsheimili:

Eftirfarandi félagsheimili eru að hluta eða öllu leyti í eigu Borgarbyggðar:

  • Þinghamar
  • Lyngbrekka
  • Lindartunga
  • Brún
  • Brúarás

Fjallhús Borgarbyggðar:

  • Hólmur
  • Lambafell
  • Torfhvalastaðir
  • Fornihvammur
  • Lónaborg
  • Gilsbakkasel
  • Úlfsvatnsskáli
  • Álftakrókur
  • Uxahryggir