Móttaka flóttafólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að leigja húsnæði af Háskólanum á Bifröst fyrir móttökustöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu þar sem fólk mun dvelja í allt að 12 vikur á meðan varanlegra búsetuúrræði er fundið.

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar skipuleggur móttöku í samráði við stýrihóp, sem hefur verið að störfum undanfarnar vikur. Í stýrihópnum eru aðilar frá Borgarbyggð, Háskólanum á Bifröst, Rauða Krossinum og Heilbrigðisstofnun Vesturlands.