Aldan

Aldan býður upp á verndaða vinnu, hæfingu og virkniþjálfun fyrir fatlað fólk. Starf Öldunnar samanstendur af vinnustofu/hæfingu annarsvegar og dósamóttöku hinsvegar. Starfssemi Öldunnar kemur til móts við þarfir fatlaðs fólks fyrir atvinnu og hæfingartengda þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. Aldan tekur að sér pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Umsóknir um starf

Einstaklingar 18-67 ára með lögheimili í Borgarbyggð geta sótt um starf í Öldunni. Sótt er um starf í gegnum vef Vinnumálastofnunar, sem áframsendir umsókn til Öldunnar.

Eftir móttöku umsóknar er umsækjandi boðaður í viðtal við forstöðumann og ráðgjafa sem sér um atvinnu með stuðningi. Í kjölfarið er umsókn tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsókni