Grenndarkynning felst í því að fyrirhuguð framkvæmd er kynnt nágrönnum sem taldir eru að geti átt hagsmuna að gæta. Kynningin fer fram í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í lögbundnar 4 vikur (sbr. 2. mgr. 44. gr.). Í skipulagsgátt eru sett grenndarkynningargögnin, staðsetning afmörkuð á korti og upplýsingar um málið. Hagsmunaaðilar fá boð í gegnum Ísland.is.
Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa áður en fjórar vikur eru liðnar, lýst því skriflega yfir með áritun sinni, að þeir geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.
Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir birst í fundargerðum nefnda sveitarfélagsins.
- Grenndarkynnt getur verið byggingarleyfi- og framkvæmdaleyfi sem eru á ódeiliskipulögðu svæði en í samræmi við aðalskipulag.
- Þegar óskað er eftir byggingar- eða framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar (1. msl. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010).
- Grenndarkynnt getur verið óveruleg breyting á deiliskipulagi.
- Þegar þarf að gera breytingu á samþykktu deiliskipulagi en breytingarnar séu það óverulegar að ekki er talin þörf á meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga skal grenndarkynna (1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010).
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Skipulagsstofnunar.