1. Hvað eru vafrakökur
Vafrakökur eru smáar textaskrár geymdar í vafranum þínum. Þær eru notaðar í fjölmörgum tilgangi, þar á meðal til að bæta virkni vefsíðna, greina notkun þeirra og stjórna auglýsingum. Vafrakökur geta innihaldið texta, tölur eða dagsetningar, en þær geyma ekki persónuupplýsingar um notendur.
2. Notkun á vafrakökum
Borgarbyggð notar vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu þess og er umferðin á vefnum mæld með Google Analytics og Hotjar. Með því að samþykkja skilmála Borgarbyggðar um notkun á vafrakökum, veitir Borgrabyggð heimild til að:
- Greina notendur sem hafa heimsóktt vefinn áður og aðlaga leit og þjónustu til að mæta þeirra þörfum betur og í samræmi við auðkenningu.
- Gera notendum auðveldara að ferðast um vefsvæðið með því að muna fyrri aðgerðir.
- Þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun þess.
- Kökur geta einnig verið nauðsynlegar til að geta komið í veg fyrir árásir tölvuþrjóta.
3. Geymslutími
Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendir kökuna, aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna.
4. Afþakka notkun á kökum
Notendur hafa alltaf möguleika á að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum sé hætt, og þær vistist ekki á eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Þessar breytingar geta haft áhrif á aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og gætu valdið neikvæðum áhrifum á heildarvirkni.
Leiðbeiningar um hvernig á að slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu vafra þíns eða á https://allaboutcookies.org/
Auk þess geta notendur stjórnað vafrakökum sínum á borgarbyggd.is með því að smella á tannhjól sem birtist neðst í vinstra horni á vefsíðunni.
5. Meðferð Borgarbyggðar á upplýsingum
Borgarbyggð safnar ekki upplýsingum í markaðslegum tilgangi, hvorki til að selja auglýsingar eða nota í hagnaðarskyni. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar. Borgarbyggð deilir þessum upplýsingunum ekki til þriðja aðila. Það er stefna Borgarbyggðar að nota vafrakökur sparlega og upplýsingum er ekki miðlað til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.
Borgarbyggð starfar eftir lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi þann 15. júlí 2018.
Sjá nánari upplýsingar um persónuvernd undir Persónuverndarstefna Borgrabyggðar.