Hjálmaklettur

Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54, við hliðina á verslunarkjarnanum Hyrnutorgi.

Byggingin er glæsileg og skapar fallega umgjörð utan um hvers kyns uppákomur og viðburði. Þar er stór salur með rúmgóðu sviði og vönduðum tæknibúnaði. Veitingaaðstaða er góð, anddyri rúmgott og bílastæði næg.

Í Hjálmakletti er stór salur fullbúinn fullkomnum tækjum, leiksviði og ljósabúnaði. Salurinn tekur 250 manns í bíóuppröðun en með borðum 120-150 manns. Hægt er að stækka rýmið og þá tekur salurinn með borðum um 320 manns. Fullbúið veislueldhús er fyrir hendi og stór matsalur sem hægt er að opna inn í salinn.

Hljómgæði eru jafnmikil hvort sem er um tónlist eða talað mál að ræða og hægt er að stækka salinn nokkuð til suðurs með opnun án þess að hljómgæði minnki. Stærðin á sviði Hjálmakletts er br 9,7m x 4,1m. Til staðar er flygill af Samick gerð.

Í húsinu er einnig sjö skólastofur sem nýta má til funda– og hópavinnu og í þeim öllum eru skjávarpar, tjald og tengi fyrir fartölvu. Auka fartölva er einnig fyrir hendi ef þörf er á. Stofurnar geta verið misstórar og þar komast í bíóuppröðun 20-60 manns. Baksviðs er góð aðstaða og auðvelt aðgengi með tæknibúnað.

Netfang hússins er hjalmaklettur@borgarbyggd.is.