Tíu félagsheimili eru starfrækt í Borgarbyggð, sex eru að hluta til eða alfarið í eigu Borgarbyggðar, tvö í eigu ungmennafélaga.
Félagsheimilið Brún er staðsett í Bæjarsveit í Andakíl.
Í húsinu er ágætur samkomusalur, ágætlega búið eldhús, snyrtingar og lítið svið.
Sundlaug er við húsið og stutt er í sundlaug á Kleppjárnsreykjum.
Húsvörður er Haraldur Sigurðsson sími 869-5889. Netfang: haraldurhellum@gmail.com
Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ættarmót og fleira.Við Brún er aðstaða til að tjalda og er svæðið leigt til þess jafnhliða leigu á húsinu.
Brún er að meirihluta í eigu Borgarbyggðar en Skorradalshreppur á um 10% eignarhlut í húsinu. Sundlaugin í Brún er í eigu Borgarbyggðar.
Stutt er í flugvöll á Stóra Kroppi.
Félagsheimilið Lindartunga er staðsett í Kolbeinsstaðahreppi skammt vestan við Kaldármela. 40 km. frá Borgarnesi.
Í húsinu er samkomusalur með litlu sviði, ágætt eldhús og snyrtingar. Við húsið eru tjaldstæði sem leigð eru með húsinu.
Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi og ættarmót.
Lindartunga er í eigu Borgarbyggðar, kvenfélagsins Bjarkar og Ungmennafélgsins Eldborgar.
Formaður húsnefndar er Kristján Magnússon sími 863-6658.Húsvörður í Lindatungu er Helga Jóhannsdóttir sími 435-6762 og 866-5790Netfang: haukatungasydri2@gmail.com
Næsta sundlaug er í Laugargerði ca. 14 km.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Lindartungu eru m.a. Eldborg, Rauðamelsölkelda, Rauðamelskirkja og Laugargerði.
Félagsheimilið Logaland er staðsett í Reykholtsdal í Borgarfirði.
Í húsinu eru tveir salir. Á neðri hæð er stór samkomusalur með ágætlega búnu eldhúsi, snyrtingum, stóru sviði og hægt er að ganga út í garð í anddyri.
Á efri hæð er minni salur (ca. 80 manns) með eldhúskrók, tvö rúmgóð herbergi með handlaugum og snyrtingar.
Ofan við húsið er fallegur skógur og gott tjaldsvæði sem leigt er út með húsinu.Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ferðahópa og ættarmót.
Félagsheimilið Logaland er í eigu Ungmennafélags Reykdæla.
Um útleigu sér Helga Jónsdóttir, sími 615-0231, netfang logaland@hotmail.com
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Logalands eru Reykholt, Deildartunguhver, Hraunfossar og Barnafoss.
Stutt er í sundlaug á Kleppjárnsreykjum og flugvöll á Stóra Kroppi.
Félagsheimilið Lyngbrekka er staðsett í Álftaneshreppi á Mýrum.
Í húsinu er ágætur samkomusalur með sviði og ágætlega búnu eldhúsi, litlu fundarherbergi og snyrtingum.
Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ættarmót og fleira.
Lyngbrekka er í eigu Borgarbyggðar og ungmennafélaganna Björns Hítdælakappa og Egils Skallagrímssonar.
Leikdeild UMF Skallagríms sér um rekstur og útleigu félagsheimilisins.
Umsjónarmaður: Ágúst Þorkelsson, sími 662-6275.Netfang: f.h.lyngbrekka@gmail.com
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Lyngbrekku er Eldborg, Hítarvatn, Akrafjörur og Akrakirkja.
Samkomuhúsið við Þverárrétt er staðsett ofarlega í Þverárhlíð.
Í húsinu er lítill samkomusalur, ágætlega búið eldhús með borðstofu, snyrtingar og sturta.
Aðstaða til að tjalda við húsið er leigð út með húsinu. Þar er skjólsælt og mikill trjágróður.
Hægt er að leigja húsið út fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi og ættarmót.
Næsta sundlaug er á Varmalandi.
Samkomuhúsið við Þverárrétt er í eigu Borgarbyggðar en Kvenfélag Þverárhlíðar sér um rekstur þess. Upplýsingar um leigu á húsinu og starfsemi þar veitir Laufey Valsteinsdóttir í síma 435 1346, netfang: kviar@vesturland.is
Áhugaverðir staðir í nágrenni við Samkomuhúsið við Þverárrétt eru m.a. Varmaland, Glanni og Paradísarlaut í Norðurárdal, Grjótháls og fleiri.
Félagsheimilið Þinghamar er á Varmalandi í Stafholtstungum.
Þar er fullbúið eldhús og tveir salir, Blómasalurinn og íþróttasalur. Sturtur og búningsklefar.
Við Þinghamar er stórt og gott tjaldsvæði með heitu og köldu vatni.
Hægt er að leigja Þinghamar undir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi og ættarmót.
Sundlaug er á Varmalandi.
Húsvörður er Kristberg Jónsson, sími 840-1529 og netfang thinghamar@borgarbyggd.is.
Félagsheimilið Brautartunga er í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu. Heimilið er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum.
Hægt er að panta húsið eða fá frekari upplýsingar um aðstöðu, verð og annað í gegnum netfangið umfdagrenning@gmail.com eða í síma 868-4361 (Sigurborg Hanna, formaður UMFD).
Félagsheimilið Brúarás er í landi Stóra Áss og staðsett við brúna yfir Hvítá við Bjarnastaði.
Félagsheimilið Brúarás er að meirihluta í eigu Borgarbyggðar. Aðrir eigendur eru kvenfélögin í Hálsasveit og Hvítársíðu auk Búnaðarfélags Hálsasveitar og Þverárþings.
Félagsheimilið er í langtímaleigu og rekur fyrirtækið Brúarás ehf þar veitingahús.
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Brúaráss má nefna Hraunfossa og Barnafoss, Húsafell, Víðgelmi í landi Fljótstungu og Surtshelli.