Aðgangur að safninu er öllum opinn og lánþegaskírteini gildir í eitt ár í senn. Frítt er fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og einnig börn að átján ára aldri. Fyrir þá sem dvelja í skamman tíma í héraðinu er einnig boðið upp á skammtímaskírteini sem gildir í þrjá mánuði í senn.
Sé eintak af bók eða öðru safngagni ekki til á safninu er oft hægt að útvega eintakið með millisafnaláni frá öðrum söfnum, greiða þarf þá örlítið gjald upp í póstkostnað. Eins lánar safnið oft bækur sínar til annarra safna sé þess óskað. Sérstakur samstarfssamningur gildir milli safnsins og Bókasafns Akraness og nægir lánþegum að eiga gillt skírteini í öðru safninu til að geta notað bæði söfnin. Þá er hægt að skila efni á hvorum staðnum sem er. Í Handbókaherbergi er aðstaða fyrir námsfólk og aðra til lestrar og vinnu og og á safninu er þægilegt leshorn þar sem má t.d. líta í nýjustu dagblöðin.
Stór hluti gagna safnsins hefur verið tengdur við Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Stór hluti safnkostssins er í aðalsafni og handbókaherbergi en einnig eru eintök skráð í geymlsum safnsins. Þá er einnig varðveitt töluvert safn tímarita sem ekki er skráð í Gegni.