Borgarnes
08:00 Fánar dregnir að húni, Borgarbyggð hvetur alla íbúa til að draga fána að húni í tilefni dagsins.
10:00 Íþróttahátíð á Skallagrímsvelli. Sautjánda júní hlaup fyrir fólk á öllum aldri.
11:00 – 14:00 Safnahús fjölskylduskemmtun, ljósmyndasýning og svipmyndir frá starfi Húsmæðraskólans á Varmalandi,
12:00 – Sirkus fyrir þau allra yngstu
13:00 – Leiðsögn um sumarsýningu Safnahúss Í dagsins önn og inn í Safngeymslur
12:30 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju
12:30 – 13:30 Andlitsmálning í Óðali, hitað upp fyrir skrúðgöngu
13:30 Skrúðganga Gengið frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
14:00 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði
Hátíðarræða, Sigursteinn Sigurðsson
Ávarp fjallkonu
Lára og Ljónsi
Diljá Pétursdóttir
Listamanneskja Borgarbyggðar
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Jovana Pavlović verður kynnir
Hoppukastalar og kaffisala kvenfélagsins verða á sínum stað.
Teygjuhopp á körfuboltavelli
Slökkviliðið mætir á svæðið og sýnir búnaðinn sinn og spjallar við gesti og gangandi
Boðið verður upp á bollakökur í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins
14:30 – 17:30 Píludeild Skallagríms býður á opna æfingu, Grillhúsinu Borgarnesi
16:30 Hestamannafélagið Borgfirðingur býður börnum á hestbak, Vindási
Hvanneyri
11:30 UMFÍ Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum, lagt verður af stað frá Sverrisvelli út í skjólbeltin. Grill verður á staðnum þar sem hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman, allir velkomnir og vonast er til að sjá sem flesta.
Reykholtsdalur
Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum
11:00 Hátíðarmessa í Reykholti og verður riðið til messu kl 10 frá Gróf og Kópareykjum og kl 10:15 frá Hofsstöðum.
13:00 Útihátíð í Logalandi. Seldar verða grillaðar pylsur og krap ásamt öðru hefðbundnu góðgæti í anda sautjándans. Hátíðarræða, fjallkonan, froðurennibraut og að sjálfsögðu karamelluflugvél. Mælum með að þau sem ætla að renna sér í froðunni taki með handklæði og föt sem henta í sull.
Lundareykjadalur
14:00 Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá.
Hátíðin hefst með bátakeppni við Skarðshyl. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið.
Lindartunga
14:00 Kvenfélagið Björk og Ungmennafélag Eldborg stendur fyrir hátíðarhöldum. Hefðbundin 17. júní úti hátíðar dagskrá í Lindartungu.
Varmaland
14:00 – 20:00 Ókeypis í sund í tilefni dagsins
Kleppsjárnsreykir
09:00 – 18:00 Ókeypis í sund í tilefni dagsins
“Ath tímasetningar og staðsetningar gætu breyst.”