Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð – Kynningarfundur

thora

Fimmtudaginn 4. janúar, kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð, verður haldinn annar kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 60+

Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.