Stofnun náttúruverndarsamtaka

nextjs

Boðað er til stofnfundar náttúruverndarsamtaka í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar og allt vestur að Haffjarðará.

Brákarhátið 2025

nextjs

Brákarhátíð 2025 í Borgarnes í samstarfi við Hinsegin Vesturland.

Haldið hátíðlegt dagana 26-28. júní 2025.

Viðburðir við íþróttasvæði Borgarnes, út í Brákarey í Borgarnes og við Hjálmaklett í Borgarnesi.

G.G Blús útgáfutónleikar

nextjs

Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðlaugsson eru G.G Blús og þeir voru að gefa út plötu sem heitir Trouble In Mind og ætla þeir nafnarnir að leika lög af henni ásamt eldri slögurum.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það verður selt inn á staðnum. Miðaverð er 3500 kr.

Bríet í Bæjarkirkju

nextjs

Bríet ætlar að koma við í Bæjarkirkju í Bæjarsveit, Borgarfirði með þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og eiga með ykkur ljúfa kvöldastund. Þetta eru fyrstu tónleikar Bríetar í Bæjarkirkju svo ekki missa ef þessum einstaka og einlæga viðburði.
Takmarkaður miðafjöldi.
Miðasalan er hafin á tix.is! Sýna minna

Páskafjör í Safnahúsinu

nextjs

Verið velkomin til okkar í Safnahúsið miðvikudaginn fyrir páska, við verðum með föndurhorn fyrir fjölskylduna þar sem hægt verður að perla og föndra allskonar fallegt og skemmtilegt.
Páskaeggjaleit kl. 16.30 fyrir yngstu gestina. Leikreglur kynntar fyrir gestum rétt áður en leitin hefst.
Verið velkomin.

Páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði fyrir krakka í 5-10 bekk

nextjs

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.

Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.

Myndamorgunn í Safnahúsi

nextjs

Föstudaginn 11. apríl 2025, milli kl. 10:00 – 12:00, verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.

Safnamolar – Safnahús Borgarfjarðar

nextjs

Safnamoli – Bréf erlendra hermanna

Umfjölllun um bréf frá hermönnum í seinni heimstyrjöldinni sem voru við störf hér á landi. Ástarbréf til íslenskrar stúlkna.