Tveir nýjir bekkir í Skallagrímsgarði

júní 21, 2019
Featured image for “Tveir nýjir bekkir í Skallagrímsgarði”

Þann 15. júní voru tveir nýir bekkir fluttir í Skallagrímsgarð og og komið fyrir í minningarreitnum um hjónin Friðrik Þorvaldsson (1896-1983) og Helgu Guðrúnu Ólafsdóttur (1890-1984). Bekkir þessir eru til minningar um syni Friðriks og Helgu, þá Ólaf Helga Friðriksson, Bóa, (1930-2015) og Jónas Gunnar Friðriksson (1932-2018).


 


Ekkja Jónasar, Valgerður Gunnarsdóttir, sonur Jónasar, Jónas yngri, og fjölskylda munu formlega afhenda bekkina sunnudaginn 14. júlí 2019 þegar þau heimsækja Ísland, en þau eru búsett erlendis. Til stendur að bekkur til heiðurs Elsu Friðriksdóttur, sem er ein eftirlifandi barna Helgu og Friðriks, verði afhentur síðar.


 


Afkomendur Helgu og Friðriks stóðu jafnframt að uppsetningu minnisvarðans um Friðrik, sem er upphafsmaður Skallagrímsgarðs, í sama rjóðri. Borgarbyggð færir fjölskyldunni kærar þakkir fyrir.


 


Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 21


Share: